Allar leiðir liggja til Egilsstaða hér eystra. Egilsstaðir er sá kaupstaður sem lengst er frá sjó á Íslandi og þar er alþjóðaflugvöllur sem Austfirðingar allir nota. Hringvegurinn liggur um Breiðdalsheiði sem er farartálmi á vetrum, enda með brattari fjallvegum landsins, sérstaklega Breiðdalsmegin. Bent hefur verið á að viturlegra væri að hafa hringveginn um firði eftir að Fáskrúðsfjarðargöngin komust í gagnið. Hringvegurinn lengist reyndar um 11 kílómetra við þá tilhögun, en á móti kemur að þá liggur hann á láglendi að mestu nema yfir Fagradal, sem sjaldan er farartálmi á vetrum ólíkt Breiðdalsheiði.
Ef hringvegurinn lægi um firði þá væri sneitt hjá lengsta og erfiðasta kafla hringvegarins með óbundnu slitlagi. Sumir hafa bent á að gera heilsársveg yfir Öxi, en það er afar óraunhæf hugmynd. Það þekki ég mætavel, eftir að hafa vetrarþjónustað þá leið í nokkur skipti þegar ég var snjóruðningsmaður hjá Vegagerðinni. Að gera heilsársveg yfir Öxi væri óhemju dýr aðgerð, auk þess sem bæði dýrt og nánast ómögulegt yrði að þjónusta þann veg á vetrum.
Hafliði Hinriksson, björgunarsveitarmaður á Reyðarfirði tók þessa mynd á Öxi í fyrra.
Hrinvegurinn myndi styttast um 60 km. ef farið yrði yfir Öxi. En afhverju ekki að fara UNDIR Öxi, ef menn vilja fara þessa leið á annað borð? Þau göng yrðu að vísu mjög löng og dýr, en að fara yfir fjallveginn með rándýrum vegabótum sem yrði samt til vandræða á vetrum er kjánalegt. Og sömu sögu má segja um Breiðdalsheiði.
Sagt er að pólitískur hégómi ráði því að hringvegurinn skuli ekki færður um firði. Að Héraðsmenn megi ekki heyra á það minnst. Ég segi hégómi, vegna þess að Héraðsmenn hafa engra veraldlegra hagsmuna að gæta með þessu fjallvegabrölti. En þeir ímynda sér að Reyðarfjörður gæti grætt eitthvað á slíku fyrirkomulagi og það virðist vera eitur í beinum sumra í "efra". Þið megið leita á mér, en ég hef ekki skýringuna. En við í "neðra" erum sælir með Fáskrúðsfjarðargöng, þau breyttu gífurlega í samgöngum hér á Mið-Austfjörðum.
Fleiri dæmi eru um pólitískan hégóma þegar samgöngumál eru annarsvegar. Nefni sem dæmi 15 km. krókinn sem landsmenn þurfa að taka á sig á leið sinni norður í land, um Blönduóss. Þar eru hagsmunir vegasjoppu teknir fram fyrir almannahagsmuni.
Vegagerðin býður út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Samgöngur | 30.10.2008 (breytt kl. 10:04) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946009
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
Athugasemdir
Þú ert ágætur oft á tíðum Gunnar.
Sem fæddur og uppalinn Héraðsmaður get ég ekki setið þegjandi undir því að þú ætlir Héraðsmönnum illar hugsanir til Reyðfirðinga hafi þeir hag af því að hringvegurinn verði færður um firði. Ennþá síður þar sem þú virðist byggja það á hreinum rógburði, "sagt er að".
Það er rétt hjá þér að Héraðsmenn græða ekkert sérstakt á fjallvegabrölti, en bættar samgöngur og styttri vegalengdir á milli staða hljóta að vera hagsmunamál allra. Sjálfur var ég gífurlega ánægður með Fáskrúðsfjarðargöng og spenntur fyrir hönd allra Austfirðinga. Að sama skapi fannst mér ánægjulegt að fá uppbyggðan veg yfir öxi en sá vegur hefur glatt mig mikið á sumarferðalögum.
Í guðanna bænum rífum okkur upp úr þessum hrepparíg. Þetta er Austurland lifandi að drepa.
Er svo sammála þér með krókinn við Blönduós, en þessi vegastæði eru náttúrulega bara afleiðing þess að eitt sinn lágu vegir um öll bæjarstæði og hver kílómetri var seinfarnari. Vegakerfið á Íslandi er í stöðugri uppbyggingu.
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:26
Þingmenn á N-Vesturlandi hafa barist með kjafti og klóm gegn því að færi hringveginn um Svínadal við Húnavelli.
Auðvitað á enginn hrepparígur að vera... neinsstaðar. En í samtölum mínum við suma Héraðsmenn, þá virðast þeir verða bæði móðgaðir og reiðir, ef minnst er á að færa hringveginn niður á firði. Sömu sögu hafa aðrir "fjarðamenn" sagt mér eftir samtöl við "Stubbana"
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 11:17
Ég hef líka heimildir fyrir því að málsmetandi menn á Héraði hafi vælt í þingmönnum kjördæmisins vegna bollegginga um að færa hringveginn niður á firðina
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 13:36
Gunnar, ástæðan fyrir því er einföld og alls ekki sú að Héraðsbúar vilji ekki að útlendingurinn fari þessa fallegu leið um fyrði. Ástæðan er sú að menn óttast að verði þjóðvegurinn færður á meðan núverandi þjóðvegur (sem verður eftir sem áður sú leið sem þorri íslendinga og amk Héraðsbúar munu fara yfir helstu ferðamannamánuðina) er í því ástandi sem hann er, ásamt afleiddum vegspotta yfir Öxi, muni ríkið koma sér hjá því að fara í þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru þar.
Semsagt, lagið Skriðdalinn og Öxi fyrst og þá megiði færa þjóðveginn :)
Pétur F. (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:52
Krafan er að hafa bundið slitlag allan hringinn. Það er of dýrt að þjónusta Breiðdalsheiðina sem veg No. 1 tel ég, allt árið. Sú leið á að vera bara sumarleið. En að öðru leiti er það ekkert sáluhjálparatriði hjá mér að færa hringveginn um firði. Það er alveg rétt hjá þér Pétur, að vegurinn Breiðdalsheiði/Öxi er aðal vegurinn yfir ferðamannamánuðina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2008 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.