"Það er ekki bara ég sem segi það! Það segja það allir", var frasi sem kunningi minn notaði gjarnan ef maður var ósammála honum og rök hans þrutu. Það er ekkert sem Skúli Thoroddsen er að segja annað en að allt verði svo miklu betra. Engin rök færð fyrir því og bara litið á kostina en ekki gallana.
Það getur vel verið að tími sé kominn til þess að skoða aðildarviðræður þannig að fólk fái upplýsingar á borðið um kostina og gallana, en þurfi ekki að hlusta á rök af þessu tagi. Svona málflutningur er bull. Auk þess hafa Íslendingar aldrei uppfyllt þau fjölmörgu skilyrði sem ESB setur fyrir inngöngu, þannig að allt tal um tafarlausa inngöngu er út í hött.
Við innleiddum slatta af reglum og kvöðum með EES samningnum. Bætist ekki eitthvað við ef við gengjum í ESB?
Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.10.2008 (breytt kl. 13:34) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
Athugasemdir
Davíð er samur við sig og líkir starfi sínu við starf fréttakonu og hennar ábyrgð við ábyrgð Seðlabankastjóra.(sjá aftast í myndskeiðinu) Ekki furða þó illa fari ef hann telur sig ekki bera meiri ábyrgð en ein aum fréttakona. Alltaf sami hrokinn í honum. Það myndi frekar styrkja stöðu hans sem stjórnmálamanns ef hann viðurkenndi að hann liggi andvaka yfir ástandinu og hafi þungar áhyggjur yfir stöðu mála. Ef hann í stuttu máli axlaði sína ábyrgð, en ónei! ekki Davíð, hann ræðst alltaf á minnimáttar með hroka og yfirgangi, það eru hans varnarviðbrögð. Hann er vægast sagt ógeðfelldur stjórnmálamaður.
Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:44
Hvað sem mönnum kann að finnast um aðild þá er ómögulegt fyrir okkur að taka afstöðu með eða á móti ef við byrjum ekki á byrjuninni og förum í viðræður og könnum hvar við stöndum, þangað til það gerist getur hvorki þú Skúli eða aðrir komið með skynsamleg rök með eða á móti, en málið er að það á að fara í viðræður, sjá hvað kemur út úr þeim, kynna það fyrir þjóðinni og leyfa fólkinu að taka afstöðu í kosningum. En málið er að Ísland er ekki lýðræði heldur þingræði (og ekki einu sinni það því eingöngu stjórnarþingmenn ná einhverju í gegn.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 29.10.2008 kl. 14:29
Ég held nú að hvorki VG né Sjálfstæðisflokkurinn séu neitt að forðast umræðuna, enda fólk innan beggja flokka sem vill aðildarviðræður. En það er auðvitað þannig að þeir sem eru hlyntir aðild, tala bara um kostina og þeir sem eru andvígir tala bara um gallana.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 14:58
Davíð Oddsson notað svona rök mjög mikið, eða kannast fólk ekki við: "Það vita allir sem vita að..." Þetta notaði fígúran ef allt þraut nema ef hann þurfti að klína smjöri á einhvern.
Valsól (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.