Sýslumaður spyr:

Einhverntíma fyrir miðja síðustu öld, var sótt um ökuskírteini hjá sýslumanni. Ökunám var þá ekki upp á marga fiska og fólk fékk skírteinið eftir fáeinar spurningar um það helsta í umferðarlögum. Á landsbyggðinni voru sumstaðar enn minni kröfur gerðar um þekkingu á umferðarlögunum og bændur nánast pöntuðu skírteinið. Sagan segir að bóndi nokkur hafi komið til sýslumannsins á Húsavík og óskað eftir ökuskírteini.

 Sýslumaður spyr þá: "Keyrirðu fullur?"

"Haaa... nei" svarar bóndinn.

"Þá hefurðu ekkert við ökuskírteini að gera!", segir þá sýslumaður. "Sá sem ekki getur keyrt fullur, á ekkert erindi með ökuréttindi".

Sýslumaður mat það svo að það væri stórhættulegt að láta bónda hafa réttindi ef hann gæti ekki keyrt sómasamlega heim til sín úr réttunum. 


mbl.is Keyrir kannski miklu betur fullur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sýslumaður út á landi var ítrekað tekinn ölvaður við akstur af löggunni. Skýrslurnar komu svo inn á hans borð, þar sem þær hurfu!

Í næstu sýslu komu nokkrar kærur til sýslumanns um meintan og margendurtekin ölvunarakstur olíubílstjóra. Sýsli henti kærunum og sagði ekki hægt að taka prófið af bílstjóranum. Ef ég geri það hver á þá að keyra út olíunni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góðar sögur

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband