Einhverntíma fyrir miðja síðustu öld, var sótt um ökuskírteini hjá sýslumanni. Ökunám var þá ekki upp á marga fiska og fólk fékk skírteinið eftir fáeinar spurningar um það helsta í umferðarlögum. Á landsbyggðinni voru sumstaðar enn minni kröfur gerðar um þekkingu á umferðarlögunum og bændur nánast pöntuðu skírteinið. Sagan segir að bóndi nokkur hafi komið til sýslumannsins á Húsavík og óskað eftir ökuskírteini.
Sýslumaður spyr þá: "Keyrirðu fullur?"
"Haaa... nei" svarar bóndinn.
"Þá hefurðu ekkert við ökuskírteini að gera!", segir þá sýslumaður. "Sá sem ekki getur keyrt fullur, á ekkert erindi með ökuréttindi".
Sýslumaður mat það svo að það væri stórhættulegt að láta bónda hafa réttindi ef hann gæti ekki keyrt sómasamlega heim til sín úr réttunum.
![]() |
Keyrir kannski miklu betur fullur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | 29.10.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 947316
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tönn fyrir auga og auga fyrir tönn?
- Samstarf á forsendum ESB er sjálf afþakkað
- Jæja, enn og aftur
- Atvinnumálaráðherra sem veit ekki hvernig hagvöxtur verður til
- Hvað má fremja mörg landráð án þess að sæta refsingu?
- Af hverju norska leiðin fremur en sú danska?
- Brottkast eða slepping?
- Leyniþjónustudraumar Þorgerðar Katrínar
- Hverjar eru líkurnar?
- ESB hnignar, Ísland efli tengsl við Bandaríkin
Athugasemdir
Sýslumaður út á landi var ítrekað tekinn ölvaður við akstur af löggunni. Skýrslurnar komu svo inn á hans borð, þar sem þær hurfu!
Í næstu sýslu komu nokkrar kærur til sýslumanns um meintan og margendurtekin ölvunarakstur olíubílstjóra. Sýsli henti kærunum og sagði ekki hægt að taka prófið af bílstjóranum. Ef ég geri það hver á þá að keyra út olíunni?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2008 kl. 14:29
Góðar sögur
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.