Maradona er í guðatölu í Argentínu og gæti sennilega orðið forseti landsins ef hann vildi það. En nú telja Argentínumenn að kominn sé tími á kappann sem landsliðsþjálfari en eins og dæmin hafa oft sannað þá er góður fótboltamaður ekki það sama og góður þjálfari.
Ég heyrði fyrst af Maradona sumarið 1980 þegar ég var staddur á Lignano á Ítalíu á Interrail-ferðalagi með Gussa vini mínum. Við höfðum verið að þvælast um Evrópu og ekki verið neitt sérlega heppnir með veður og okkur langaði að komast í smá baðstrandarlíf með sól og hita og skelltum okkur því suður yfir Alpana frá Munchen í Þýskalandi. Við tjölduðum okkar tveggja manna göngutjaldi í rúmlega 1/2 tíma göngufæri frá "Gullnu ströndinni" en vorum alla daga fastir gestir í sundlaugargarði eins hótelsins en þar var slatti af Íslendingum.
Einn sundlaugavörðurinn var frá Argentínu og einhvern tíma þegar ég var að spjalla við hann þá sagði hann mér frá Maradona, 19 ára strák frá Argentínu sem ætti eftir að verða besti knattspyrnumaður heims. Þá spilaði Maradona enn í heimalandinu og að mig minnir rétt ný byrjaður að spila með landsliðinu.
HM 2002 urðu mikil vonbrigði fyrir Argentínumenn og þeir duttu út í fyrstu umferð. Ekki vantaði þó stjörnurnar í liðið frekar en fyrri daginn. Stundum er sagt að lið séu "sjálfspilandi" og þurfi ekki einu sinni þjálfara, en það er sjaldgæf undantekning. Knattspyrna er liðsíþrótt en ekki einstaklingsíþrótt og það þarf sterk bein þjálfarans til þess að skapa stemningu í stjörnum prýddu liði. Ég er ekki viss um að Maradona hafi sterk bein.
Maradona tekur við landsliði Argentínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna kemur NÝJASTA TÆKNITEIKNINGIN af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.