Sænskir fjölmiðlar fara hamförum

365232070_936444178f_m Á fréttavef sænska sjónvarpsins, svt segir að mörg þúsund Íslendingar hafi í mótmælum í gær krafist þess að Geir Haarde forsætisráðherra og Davíð Oddsson seðlabankastjóri segðu af sér. Einnig að mótmælendur krefðust þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Sjá HÉR Einnig athyglisverð mynd sem þeir birta HÉR

Það er nebblega það.

 


mbl.is Ráðherrar funda um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þessi mótmæli eru okkur eki til framdráttar sem stendur og óþolandi að meðan almenningi blæði skuli framagosar nota tækifærið fyrir sig. það er lágmark að klára slagin sjóbúa skútuna og snúa uppí síðan getur áhöfnin farið niður í lúkar og slegist okkur hinum til skemtunar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hversu margir mótmælendurnir voru, en voru þeir mörg þúsund? Og voru þeir allir að mótmæla því sama?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 22:57

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég var á fyrri laugardagsmótmælunum en treysti mér ekki til að fullyrða neitt um fjöldann. Giska á 1000-1500 manns, kannski eitthvað fleiri.

Það sem var okkur ekki til framdráttar var að miðbærinn væri ekki fullur af mótmælendum. En örvæntum eigi, fólkið mun átta sig og fara út á göturnar þegar það kemur í ljós að ástandið er ekkert að fara að batna í bráð.

Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband