Árni Páll Árnason smeygði sér í forystusveit jafnaðarmanna á Íslandi með óhefðbundnum, en kunnuglegum leiðum. Hann notfærði sér umræðuna um hleranir sem voru í hámæli skömmu fyrir síðustu Alþingiskosningar og matreiddi sig sem fórnarlamb í þeirri umræðu. Árni Páll hefði varla komist nægilega ofarlega á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar, ef hann hefði ekki beitt þessari taktík. Árni Páll var óþekktur meðal almennings en bróðir hans, Þórólfur, er öllu frægari.
Danir eru í miklum vandræðum vegna fjármálakreppunnar og raddir heyrast í Danmörku að óskað verði aðstoðar IFM fljótlega. Sænskir bankar hafa tapað óhemju fé á fjárfestingum í Eystrasaltsríkjunum en Finnar bera sig vel og Norðmenn liggja eins og ormar á gulli á olíusjóð sínum. Velvilji í garð Íslendinga er góðra gjalda verður, en hafa ber í huga að þeir biðu eftir því að við töluðum við IFM, áður en þessi vel-viljayfirlýsing kom frá þeim. Nú þegar það er að skýrast með hverjum deginum, hversu alvarlegir hlutir eru eru að gerast um allan heim, þá mæra þessi lönd samstöðuna. Ekki víst að svo hefði verið ef við hefðum einir setið í súpunni.
Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.10.2008 (breytt kl. 18:28) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945808
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Er thad bara ekki audskiljanlegt ad their bidu (gleymdu tho ekki theim 200 milljordum sem hafa thegar runnid i adstod). Vid høfum ju enntha tha sømu radamenn vid stjorn sem attu storan hlut i hvernig for. Their eru ju ekki bara runir trausti innanlands!
Kærar kvedjur a klakann
/thor
Thor Svensson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:39
Takk fyrir innlitð Thor.
Það er einföldun að kenna íslenskum ráðamönnum um allt. Þetta er samspil margra þátta og aðalorsökin er alþjóðleg fjármálakreppa, sú mesta í heila öld. Stærri og sterkari bankar en þeir íslensku hafa orðið að lúta í gras vegna hennar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 15:44
Nei, það er allveg rétt, þeir eiga ekki einir sökina. Ég sagði jú að þeir hefðu átt "stóran" hlut í hvernig fór. - En, aðal ástæðan fyrir að Ísland hefur komið að lokuðum dyrum allstaðar síðust vikur er að stórum hluta vegna þess að þetta eru sömu mennirnir og reyndu annaðhvort af fávisku eða meðsekt að fullvissa nágrannþjóðirnar um að allt væri í stakasta lagi. Sumir þeirra gengu svo langt á sínum tíma með hroka og stærilæti að kalla aðvaranir nágrannaþjóða okkar fákunnáttu, öfundsýki, skilningsleysi eða hreinar árásir. Það er því ekki undarlegt að það sé erfitt fyrir þá að fá einhverja fyrirgreiðslu nú.
Annað er, að á meðan við fólkið í landinu gefum sömu mönnum leyfi til að reyna að lagfæra og sópa eigin mistökum undir teppið og koma fram erlendis fyrir þjóðina þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Þá líta aðrar þjóðir á okkur öll sem einn pakka og við öll séum jafn sek um hvernig fór fyrir okkar efnahagskerfi.
Þú meinar ekki í alvöru að ástandið á Íslandi sé eingöngu alþjóða fjármálakrísunni að kenna?
Thor Svensson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:14
Ég segi að þetta sé að "stórum" hluta alþjóðakreppunni að kenna. Íslenskir bankar lúta sömu lögum og lögmálum og fjármálastofnanir í nágrannalöndunum. Það sá enginn fyrir þessa miklu dýfu, og ef hún hefði verið þokkalega normal þessi kreppa, þá hefðu íslensku bankarnir spjarað sig ágætlega. Þeir sem segjast hafa séð þetta fyrir eru að ljúga. Það eru alltaf til menn sem hrópa á torgum úti með allskyns viðvörunarorð og einhverntíma kemur að því að þeim ratast rétt orð á munn. Vissulega voru teikn á loft sl. 12-14 mánuði að kreppa væri í aðsigi vegna undirmálslána í USA, en ef þessir glöggu menn sáu þetta fyrir.... þetta fárviðri, afhverju eru þeir þá ekki að versla með hlutabréf á Wall Street og orðnir marg-miljarðamæringar?
En aðalatriðið er auðvitað að bankarnir fengu að vaxa þjóðarbúinu tífalt yfir höfuð og það voru klárlega mistök að skipta ekki starfseminni upp í innlenda og erlenda starfsemi. Erlenda starfsemin átti að vera á ábyrgð þess lands sem starfsemin var í og það voru ráðamenn hér farnir að átta sig á, en því miður of seint.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 17:55
Ég get séð að við erum líklega lóðrétt ósámmála um hvar og hvernig sökin liggur og afhverju þessi mál hafa þróast á þennan vonda hátt. En þó ég virði þína skoðanir, þá á ég bágt með mig þegar þú segir að þeir sem hafa séð fyrir hvernig þessi spilaborg myndi hrynja fyrr eða seinna, séu hreinir lygarar. Ég á ennþá grein sem skrifuð var í virtu viðskiptatímariti snemma árs 2006. Þar var allnákvæm greining á hvernig íslenska "viðskiptamódellið" var byggt upp, hvaða hættur láu í því og spá um að innan ekki margra ára myndi þetta dæmi hrynja sem spilaborg ef ekkert yrði að gert. Þetta var allnákvæmlega útlistað, svo hér eru ekki um neinar getgátur sem óvart rættust. Heldur nánast handrit af því sem hefur gerst. Lestur þessara greinar sannfærði mig sínum tíma og fleiri greinar fylgdu sem studdu þetta með allföstum rökum. Ég veit einnig að bæði íslenskir ráðamenn og fólk á þeirra vegum hafa verið ótal sinnum á ferð erlendis til að kveða niður þessar varúðaraddir. Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með því og næstum niðurlægjandi að heyra þessa sömu ráðamenn halda því fram að allt var í stakasta lagi á meðan allir vissu að það var allt að fara til fjandans.
Alþjóðlega fjármálakrísan er mjög alvarleg og sú versta í mörg ár. En hún var ekki skilyrði fyrir þeim hrakspám sem sem nú hafa ræst.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 19:45
Það sem "spámennirnir" sögðu, reyndist rétt, en forsendurnar fyrir þeirra spá var ekki kreppa af þeirri stærðargráðu sem við okkur blasir. Þess vegna er erfitt að fullyrða hvort "venjuleg" lausafjárþurð hefði riðið íslensku bönkunum að fullu. Ástandi síðustu vikna og mánaða mætti helst lýsa sem alkuli á fjármálamörkuðum. Það alkul náði fyrst til Íslands vegna smæðar bakhjarlsins, þ.e. Seðlabankans og ríkissjóðs í samanburði við stærð bankanna. Síðan hafa miklu stærri og stöndugri bankar lent í alkulinu, bæði bandarískir og evrópskir. Reyndar fóru fyrstu bankarnir yfir um í USA vegna ónýtra veðlána í félagsmálapakka Clintons forseta, sem lenti svo á Repuplikönum að framkvæma. Algjörlega misheppnuð aumingjagæska.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.