Niceland

Gott vörumerki (logo) er gulls ígildi, ef varan og þjónustan er góð. Allar verslanir Baugs í Bretlandi eru ennþá í ágætis málum, nema verslunin Iceland, þar er ónotum jafnvel hreytt í kassadömurnar. "Orðspor deyr eigi, þá góðs er getið".

Orðspor íslenskra banka er ekki gott um þessar mundir og lógóið þeirra er ónýtt hefði maður haldið. En því þá að halda í ónýtt lógó? Nýi Landsbankinn, Nýi Glitnir, Nýja Kaupþing. Hvað næst? Nýja Ísland?

Heyrst hefur af fólki erlendis, sem er ekkert að auglýsa það sérstaklega að það sé frá Íslandi. Það er af sem áður var, þegar Íslendingar gengu með nefið upp í loft hvar sem þeir komu, kinnroðalaust. Spurning hvort við ættum að skipta um nafn og kennitölu á landinu bláa. Fyrst var það nefnt Garðarshólmi....neeee, það var Svíi sem kom með það. Snæland er ágætt og svo auðvitað Niceland.

Einhverjar fleiri uppástungur?

logo-parodies

 


mbl.is Nýr bankastjóri Nýja Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Anda rólega og telja upp á 100 þúsund. Þetta getur varla versnað úr þessu.... bara bestnað

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband