Tölvuvandræði

Eitthvað hljóp í tölvuna mína og ég var í tómu tjóni. Ég vissi að Rikki, 11 ára strákur sem býr við hliðina á mér er á kafi í tölvum og herbergið hans er eins og "Mission Control". Ég kallaði því í hann og bað hann að kíkja á tölvuna mína.. Rikki smellti á nokkra hnappa í Windows-inu og vandamálið var leyst. Þegar hann var að fara, spurði ég hann, "Hvað var að?"

Hann svaraði, "Þetta var bara ID tíu T error".

Ég vildi ekki líta út eins og asni, en ákvað að spyrja samt, "Og ID tíu T error er hvað?... ef ske kynni að ég þurfi að laga þetta aftur"

Rikki glotti.... "Hefurðu aldrei heyrt um ID tíu T error áður?

"Nei", svaraði ég.

"Skrifaðu það bara niður", sagði hann, "ég held að þú fattir það þá".

Svo ég skrifaði niður: I D 1 0 T

Ég kunni vel við strák kvikindið.


mbl.is Tölvuleikur frá Sony tefst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Strákurinn er góður!

Jóhann Elíasson, 21.10.2008 kl. 07:05

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Haha, þessi var góður.  Má ég fá að nota þennan?

Garðar Valur Hallfreðsson, 21.10.2008 kl. 08:42

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sjálfsagt Garðar, ég tók hann af erlendri síðu

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband