Hvað á barnið að heita?

Allir kannast við hvað það getur verið erfitt að finna nafn á nýja barnið,
sérstaklega ef afarnir og ömmurnar hafa um það ákveðnar skoðanir...

En þá er ein góð hugmynd að skella bara saman tveimur nöfnum og svo
heppilega vill til að meiri hluti íslenskra nafna eru samsett úr tveimur
orðum: forskeyti og venjulegu nafni svo sem Ás-geir, Þor-kell, Guð-finnur
o.s.frv.
Í ljós kemur að þetta er mjög hreyfanlegt og má fá margar útgáfur, eins og
t.d. Guð-geir, Ás-kell, Þor-finnur o.s.frv.

Og nú skal taka nokkur dæmi:

Afi 1 heitir: Sturlaugur. Afi 2 heitir: Starkaður. Barnið er skírt:
Sturlaður

Skammkell ---------------- Eilífur -------------------Skammlífur

Ísleifur ---------------
  ------Sigurbjörn --------------Ísbjörn

Þjóðólfur ------------------ Konráð ----------------- Þjóðráð

Andrés-------------------
 - Eiríkur ------------------ Andríkur

Albert--------------------- Ársæll ------------------ Alsæll

Viðar---------------------- Jörundur --------------- Viðundur

Hringur----------------
 - -- Guttormur ---------------Hringormur

Stórólfur--------------
----- Friðþjófur ----------------Stórþjófur

Nú, svo eru ýmsir möguleikar að slá ömmu- og afanöfnum saman:

Amman heitir: Kolfinna. Afinn heitir: Dagbjartur. Barnið er skírt:
Kolbjartur

Vilborg ---------------- Þórhallur --------------Vilhallur

Málfríður------------- Sigfús -------------------Málfús

Afinn heitir: Hákon. Amman heitir: Margrét. Barnið er skírt: Hágrét

Haraldur ------------------- Monika -----------------Harmonika

Kormákur ------------------- Albertína --------------Kortína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband