Ég fór með tvo Breta búsetta í Birmingham á alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum í dag. Þeir sögðu að pólitískir lífdagar Gordon Brown yrðu ekki margir úr þessu og lýstu hneikslun sinni á þessum hryðjuverkalögum sem sett voru á Íslendinga.
Annars höfðu þeir miklu meiri áhuga á hvernig lífið væri í svona smáþorpi eins og Reyðarfirði, heldur en óráði breskra stjórnvalda. Þeir dásömuðu fjöllin hér og náttúruna og spurðu hvernig félagslífið væri. Ég sagði þeim að á svona litlum stað þá þyrfti maður að bera sig eftir félagslífinu, hér eins og annarsstaðar og fyrir áhugasamt fólk er úr nógu að moða. "Að nenna er að lifa".
Ég tók þessa mynd af 1. bekknum í Grunnskóla Reyðarfjarðar í morgun. Börnin eru öll í endurskinsvestum sem Landsbankinn gaf bekknum af rausnarskap sínum, meira að segja eftir að ósköpin dundu yfir. Allir krakkar í grunnskólanum eiga svona vesti sem ýmsir aðilar hafa gefið skólanum, m.a. Alcoa og þau eru notuð af þeim yngstu ef þau labba í skólann. Helst viljum við að allir krakkarnir noti vestin a.m.k. í myrkrinu. Þessi mynd verður prentuð út í ca. 1x1 meter og sett á plötur sem festar verða við ljósastaura í grend við skólann til þess að minna ökumenn á að óvanir vegfarendur séu á ferðinni og að aðgát skal höfð í nærveru þeirra.
Hryðjuverkalögin skemma fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 16.10.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
Athugasemdir
Það held ég að sé nokkuð rétt, hann á ekki mikið eftir í pólitík og samkvæmt þessum fréttum eru þessi lög ennþá í gildi á Landsbankann sem Gordon Brown skilgreinir sem Anti-terrorism og vill engu að síður lána þessum hryðjuverkamönnum 100 milljónir punda ... uhhhhhhh ? hver vill lána "hryðjuverkamönnum" peninga ? Gordon Brown er búinn að fremja landráð gagnvart Bretlandi, hvorki meira né minna! minni enn og aftur á mína skoðun um þetta mál hérna
Sævar Einarsson, 16.10.2008 kl. 16:12
Flott merking hjá ykkur. Hvar er þetta sett á plötur? -ÁL-plötur þá væntanlega!!!!!
Björn Finnbogason, 16.10.2008 kl. 18:00
"Skiltaval" á Reyðarfirði fær málið í sínar hendur. Það verða engin sérstök mótmæli af hálfu bæjarbúa ef sérfræðingur fyrirtækisins ákveður að nota ál-plötur
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 18:03
Af hverju biður Ísland ekki um fund í öryggisráðinu?
Sigurður Þórðarson, 16.10.2008 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.