Danir eru einnig í verulegum vandræðum í bankakreppunni, við skulum ekki gleyma því. Danmörk er smáþjóð eins og Ísland og það fór í taugarnar á þeim að "útrásarvíkingarnir" frá enn smærra landi en þeirra, yfirtóku einhverjar verslanir hjá þeim. Og nú vill Carsten Valgreen, fyrrum aðalhagfræðingur Danske Bank meina að Ísland sé gjaldþrota sem þjóð.
Carsten Valgreen presenterar mál sitt gegn Íslendingum á eins illkvittinn hátt og hann getur. Var einhver víkingurinn að eiga við konuna hans, eða hvað?
Við Norðurlandaþjóðirnar eigum að standa saman í blíðu og stríðu, en Carsten Valgreen er greinilega enginn "Íslandsvinur".
"Enginn er bróðir í öðrum leik", sagði Geiri í Gufunesi einhverntíma.
Simbabve norðursins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | 14.10.2008 (breytt kl. 18:08) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
Athugasemdir
Það eru margir spekingarnir hér í ríki Þórhildar, sumir málefnalegir aðrir ekki. Danir fóru á límingunum þegar Íslendingum tókst að reka dauðvona fyrirtæki í Kaupmannahöfn með gróða. Sál dana er nú einu sinni þannig innréttuð að ef þeir geta sparað eitthvað, þá gera þeir það og taka helst aldrei neinar áhættur. Með því að taka aldrei neina sénsa verður lífið svona frekar í flatneskjulegra lagi, en samt á aldrei að hætta meiru en maður vill, eða getur, tapa. Ég held að þjóðin, sem slík, verði ekki gjaldþrota, en bankarnir gætu orðið það. Bara spurning um það hvort lánadrottnar vilja fá eitthvað af útistandandi skuldum, eða ekkert.
Það er líka kreppa hér, það er satt, en ekki neitt í líkingu við það sem er heima á Fróni.
Danir tala mikið um það hvað þeir tapa miklu á því að vera ekki með evruna, stýrivextir hafa hækkað og svo framvegis og svo ofan á allt annað sofa þeir uppréttir í rúmum sínum með allan sparnaðinn undir koddanum. Það þarf mikið að ganga á tilviðbótar ef ég fer að vorkenna þeim, greyjunum.
Steinmar Gunnarsson, 14.10.2008 kl. 17:42
Takk fyrir þetta Steinmar, alltaf gaman að heyra í landanum í Danaveldi
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.