Bubbi er sennilega afkastamesti lagahöfundur þjóðarinnar og þó víðar væri leitað. En magn er ekki sama og gæði eins og segir einhvers staðar og það á svo sannarlega við um Bubba. Það verður þó að viðurkennast að hann á nokkur prýðislög sem fyrir löngu eru orðin þjóðareign, en hann hefði mátt vera metnaðargjarnari í plötuútgáfunni og ef hann hefði látið gossa í glatkistuna um 80-90% þá væri hægt að bera virðingu fyrir honum sem listamanni.
En "hann er vinsæll og veit af því" og hann selur manna mest af tónlist "hér á landi á". Hann á sér stóran aðdáendahóp en enginn er eins dyggur dýrkari og Óli Palli. Svo mikil er aðdáun hans á Bubba að ég væri bara hálf smeikur við hann í sporum Kóngsins.
Bubbi hefur hringlað með tónlistarstíla frá upphafi og hörðustu fylgismenn hans vilja meina að það beri vitni um snilli hans og fjölbreytni. Öðrum finnst það subbu og tilgerðarlegt. Ég er í síðarnefnda hópnum.
Textarnir hans eru undantekningarlaust hreint afleitir þó hugmyndirnar á bak við þá séu oft og tíðum ágætlega frjóar. En Bubbi er bara ekki orðsins maður. Gúanótextar geta alveg staðið fyrir sínu en þeir verða þá að falla að laginu en ekki vera þannig að maður þurfi að vera á harðahlaupum yfir orðin svo þau komist fyrir í laglínunni.
Yfirlýsingar hans um hitt og þetta halda aldrei vatni hjá honum og það sem er prinsipp mál hjá Bubba í dag, er það ekki endilega á morgun. Frægt er þegar hann lýsti því yfir að honum dytti aldrei í hug að selja sig í auglýsingar en varð svo ein mesta mella íslenskrar tónlistarsögu hvað það varðar. Hvernig var aftur Hagkaupstextinn í fyrstu auglýsingunni hans? Ég man það ekki nema að hann var sprenghlægilegur.
Bubbi hefur gert betur en á Konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 946055
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Vilja ekki tala um sambandsríkið
- Vofa kommúnisma herjar á heimsbyggðina
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Haugana ?
- Fávitatal í boði valdafíknar.
- Brandaralögfræðingur
- Eyjólfur eða Eyþór ?
- Heimskunnar bryggja, ljóð frá 19. desember 2018.
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
- ISK orðinn alþjóðlegur gjaldmiðill.
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Björn Ingi hefur bætt nýjum titli á ferilskrána sína
- Passar að þvælast ekki fyrir
- Ungur leikari lést eftir að hafa dottið úr bíl
- Króli fór á skeljarnar
- Laufey kynnti íslensku jólasveinana á BBC
- Myndir: Bríet söng inn jólin á Stuðsvellinu
- Ekki meira af Stranger Things
- Dóttir Bjarna brá á leik: Þið eruð ekki fávitar
- Rödd sem þögguð var niður
- Hættulegt mengi sem við lifum í
Viðskipti
- Markaðsvirði Novo Nordisk lækkar
- Mikil trú á samstarfi banka og tryggingarfélags
- Gervigreind Apple ónákvæm
- Tvöfalda umsvifin
- Stýrivextir í Tyrklandi lækkaðir í 47,5 prósent
- Tilfærslur innan OMX 15
- Umræðan byggist á upplýsingaóreiðu
- Bókunarstaðan verri
- Rekstur banka verður sífellt flóknari
- Sækja þarf fram í markaðssetningu
Athugasemdir
Það er margt til í þessari samantekt um Bubba. Ég held samt að þú ofmetir dýrkun Óla Palla á Bubba. Ég þekki þá báða og þekki líka menn sem virkilega dýrka sínar poppstjörnur á þann hátt að gagnrýnin hugsun kemst hvergi að. Óli Palli er gagnrýninn á margt sem Bubbi hefur gert og liggur ekki á þeim skoðunum - þó hann sé kannski ekki að hrópa þær á torgum.
Ég er ekki með töluna en gæti trúað að eftir Bubba liggi um 500 lög á plötum. Fyrstu árin var hann ofvirkur og dómgreind í ólagi vegna gífurlegrar dópneyslu. Þá flaut ýmislegt inn á plötur sem átti ekki erindi þangað. Ég held að hann hafi vandað betur val undanfarin ár. Ég á ekki nýlegar plötur með honum en hef orðið var við að þær fá góða dóma og einhver ár líða á milli nýrra platna. Áður sendi hann frá upp í 5 plötur á ári sóló + með hljómsveitum).
Þessi punktur/gagnrýni hina ýmsu músíkstíla á kannski rétt á sér að hluta. Hafa má þó í huga að Bubbi kom sem ungur maður fram á sjónarsviðið sem gúanórokkari, íslensku afbrigði af pönki. Á 28 ára ferli tónlistarmannsins hefði hann ekki enst lengi með því hjakka í gúanórokkinu. Kallinn er kominn á sextugsaldur (52ja ára) og allar hans aðstæður breyst, sem og tíðarandinn. Fyrir löngu síðan orðinn fjölskyldumaður og "ráðsettur".
Þar fyrir utan var hann strax í upphafi þrískiptur: Blúsari, vísnasöngvari og rokkari + reggí-fan.
Bubbi er fyrstur manna til að viðurkenna að mörg af þeim gildum sem hann hefur haldið fram hafa komið eins og "búmerang" í hausinn á honum í áranna rás.
Jens Guð, 26.9.2008 kl. 23:35
hvaða hvaða Bubbi er fínn.....það er frekar að óli Palli sé ofmetinn
Einar Bragi Bragason., 27.9.2008 kl. 00:13
Takk fyrir skemmtilegt innlegg Jens. Mér finnst samt hann samt ekkert hafa skánað í sambandi við metnaðinn þó afköstin hafi eitthvað minnkað hin síðari ár, en það er auðvitað smekksatriði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2008 kl. 00:16
-Hver er Óli Palli?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.9.2008 kl. 00:30
Hann er dægurlagaþáttastjórnandi á Rás2. Kann öll plötuumslög utan að og veit allt um uppáhalds liti tónlistarmanna, í hvernig sokkum þeim finnst best að vera o.s.f.v. Dáður af ótrúlega mörgum útvarpshlustendum en er einn sá ömurlegasti að mínu mati
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2008 kl. 00:36
Ég hef þá ekki misst af miklu...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.9.2008 kl. 00:53
Ég er reyndar ósammála Jens að Bubbi hafi vandað sig síðurstu ár. Mesta draslið hefur einmitt komið síðustu ár þó spilamennskan og upptökurnar hafi lagast.......Sköpunin er horfin! Óli Palli veit ýmislegt hvað sem manni finnst um hann...
Gulli litli, 27.9.2008 kl. 11:08
þessi skrif þín sína bara hversu lítið vit þú hefur á tónlist
G.Frímann (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 11:53
Bubbi er snillingur, Ekki ssssspurning.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 27.9.2008 kl. 12:08
Hann gæti fyllt einn safndisk með virkilega góðum lögum. Ég held að Gunnar sé á réttu róli með 80-90 prósentin.
Villi Asgeirsson, 28.9.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.