Ef CIA hefði haft einhvern í haldi fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september sem tengdist þeim aðgerðum og ekki getað pumpað viðkomandi með "hefðbundnum" yfirheyrsluaðferðum, hvað hefði almenningur á Vesturlöndum sagt þá? Ég er hræddur um að einhverjir hausar í stjórnsýslunni hefðu fengið að fjúka fyrir það.
Hryðjuverkamenn eru ekki hermenn í lagalegum skilningi, en þeir eru manneskjur (er það ekki annars?) og hafa mannréttindi sem slíkir. Þeir eira engu, og gefa engar viðvaranir, enda er markmið þeirra að "terrorisera" almenning í þeim tilgangi að.... tja, hvað? Fá samúð umheimsins fyrir málstað sínum? Varla. Setja þrýsting á stjórnmálamenn á Vesturlöndum, að farið sé að vilja þeirra? Vonlaust. Reyndar hrökklaðist spánska hægristjórnin frá völdum í kjölfar innrásarinnar í Írak vegna þess að hún studdi innrásina, svo það má segja að hryðjuverkamennirnir hafi náð markmiðum sínum þar. Hryðjuverkamenn fara ekki eftir neinum alþjóðlegum sáttmálum um stríð og stríðsrekstur en ætlast svo til þess að þeir hafi full réttindi eins og um hefðbundna hermenn væri að ræða.
Vandamálið með CIA er að eftir 11. september þá skapaðist gríðarleg pressa frá almenningi og stjórnmálamönnum að leyniþjónustan finndi sökudólga "No matter what!" og til að sýna einhvern árangur í störfum sínum þá gripu þeir marga á vægast sagt hæpnum forsendum og meðhöndluðu þá eins og hryðjuverkamenn þó þeir væru það alls ekki. Hysteriskt ástand skapaðis og hlutirnir fóru greinilega úr böndunum.
Ef pyntingar kæmu sannanlega í veg fyrir að fjöldi saklausra borgara væru myrtir þá er hæpið að það yrði gagnrýnt eftir á, en pyntingar mega samt aldrei verða samþykktar sem viðurkennd yfirheyrsluaðferð. Hvernig myndi slíkt enda? Við viljum ekki að fólki sé refsað án dóms og laga, er það?. Hvað er til ráða?
Pyntingar voru ræddar í Hvíta húsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.9.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Athugasemdir
Þú hefur greinilega takmarkaðan skilning á hugtakinu "mannréttindi". Getur þú nefnt staðfest tilvik þar sem pyntingar hafa bjargað mannslífum? Og hver á svo að meta það hverja sé í lagi að pynta ef þeir skyldu mögulega búa yfir slíkum upplýsingum, og hverja ekki? Myndir þú treysta þér til þess? Eða myndirðu treysta mér (eða einhverjum öðrum sem þú þekkir ekki) til að leggja slíkt mat á þig persónulega? Ég held að þú hljótir að misskilja það hvað umræðan um þetta gengur út á, en í grunnatriðum snýst hún um það hvort manni finnst eitthvað athugavert við það að taka einhvern höndum fyrirvaralaust án dóms og laga, jafnvel í öðru landi (sem Nota Bene er mannrán og brot á fullveldi viðkomandi ríkis!), fljúga með hann út fyrir lögsögu nokkura dómstóla (t.d. um borð í skip á alþjóðlegu hafsvæði), og murka þar nánast úr honum líftóruna vegna þess að hann "gæti" búið yfir mikilvægum upplýsingum. Og skv. núgildandi samþykktum Bandaríkjaþings er það Bússi sjálfur sem fer með þetta vald, þ.e. að úrskurða hver sé góður og hver sé vondur, enginn smá Messíasarkomplex enda er maðurinn skv. DSM-IV greiningarprófi geðlækna með veikindi á alvarlegu stigi! Myndirðu treysta honum til að skera úr um það hvort þú búir hugsanlega yfir mikilvægum upplýsingum sem þarf að nálgast með öllum ráðum? (Mundu að armur hans teygir sig yfir landamæri og höf, menn hans hafa jafvel verið valdir að "mannshvörfum" í nágrannalandi okkar Svíþjóð svo ekk sé lengra leitað eftir dæmum).
Hugsaðu svo áður en þú ýtir á Senda... putz
Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2008 kl. 17:52
-Hefurðu heyrt setninguna meiri hagsmunir fyrir minni, Guðmundur?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2008 kl. 18:01
Guðmundur, ég hugsaði einmitt um þetta atriði sem þú nefnir: "Getur þú nefnt staðfest tilvik þar sem pyntingar hafa bjargað mannslífum?"
Þetta er kannski vandamálið í hnotskurn. Að öðru leyti ber athugasemd þín vitni um að þú skiljir ekki þennan pistil. Ég hnaut samt um þessa fullyrðingu þína:
"...enda er maðurinn (Bush) skv. DSM-IV greiningarprófi geðlækna með veikindi á alvarlegu stigi!"
Geturðu bent á einhverjar heimildir fyrir þessu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2008 kl. 18:50
Það er ekkert sém réttlætir ofbelti né hatur.Það er grunnt í skrímslið í okkur mönnunum,hvort heldur sé á vígvelli vopna eða penna.Þetta lýsir skrímslinu í þér.
Mac (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 23:58
Þú virðist standa í þeirri meiningu að stundum sé í lagi að beita pyntingum, þ.e. ef hægt er að bjarga með því mannslífum.
John McCain var spurður einmitt svona í sjónvarpsþætti í byrjun kosningabaráttunnar af þattarstjórnanda, spurning var sett upp einhvern veginn þannig: Þú veist að maðurinn sem þú ert með í haldi býr fyri upplýsingum sem geta bjargað mörgum tugum þúsunda NY búa frá bráðum dauða. Hvað geririðu? Myndir þú beita pyntingum?
Þeir sem áttu að svara voru allir þeir sem voru að leggja í baráttuna um útnefningu. Og það var alveg ljóst að spyrjandinn var mjög fylgjandi því að pynta þessa skratta. John McCain var sá eini sem svaraði afdráttarlaust Nei.
Hann sagðist hafa verið sjálfur stríðsfangi árum saman í N. Vietnam og beittur pyntingum og ef Bandaríkjamenn beittu pyntingum þá verða okkar hermenn í hættu af því sama sagði hann.
Það er synd og skömm að hann skyldi ekki hafa unnið útnefninguna fyrir átta árum. Núna fær hann vonandi hvíld á elliheimili.
Kjartan R Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 01:56
Ég segi ekki að pyntingar séu í lagi heldur velti upp spurningum.
Margar ákvarðanir sem stjórnmálamenn taka í stríði, snúast um siðferðileg spursmál. Það er t.d. vitað að Churchill og nánustu samstarfsstarfsmenn hans fórnuðu um 50.000 Coventry-búum í seinni heimstyrjöldinni. Churchill gat bjargað þeim nánast öllum, en kaus að gera það ekki vegna "stærri" hagsmuna að hans mati.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2008 kl. 02:13
Spænska hægristjórnin hrökklaðist frá því hún hélt því staðfastlega fram að ETA hafi sprengt Madrid. Það kom svo á daginn að það var Al Queda. Aznar lét eins og.... asni og tapaði. Hann gat sjálfum sér um kennt.
En um pyntingar. Það kemur málinu ekki við hver skilgreiningin er á hermanni, hryðjuverkamanni, blámanni eða villutrúarmanni. Pyntingar eru eitthvað sem við, vesturlandabúar, eigum ekki að líða. Við náðum að losa okkur við þennan ófögnuð að mestu leyti og það er mjög hættulegt ef við látum þær viðgangast, hver sem afsökunin er.
Villi Asgeirsson, 26.9.2008 kl. 06:51
Heimildir fyrir því að GWB sé klikkaður? Fyrst Gunnari finnst þurfa að rökstyðja það eitthvað sérstaklega, þá eru hérna nokkrar heimildir:
http://www2.cruzio.com/~zdino/writings/mentalHealthOfGWBush.htm
http://journals.democraticunderground.com/orleans/50
http://www.serendipity.li/bush/madness.htm
http://psyweb.com/Mdisord/jsp/anpd.jsp
http://en.wikipedia.org/wiki/Antisocial_personality_disorder#Symptoms
Characteristics of people with antisocial personality disorder may include:
Þessi einkenni um "andfélagslega persónuleikaröskun" eru fengin að láni frá Wikipedia, og skreytt með mínum eigin tilsvörum. Ég læt öðrum eftir að dæma um hvað af þessu eigi við GWB #43, en a.m.k. liggur það fyrir að hann hefur átt við áfengis- og vímuefnavanda að etja, og að hann hefur ítrekað komist í kast við lögin (t.d. í tengslum við Lewis Libby, ólöglegar persónunjósnir í massavís en hann náðaði persónulega þau símafyrirtæki er áttu hlut að máli, slæm meðferð á stríðsföngum sem hann ber persónulega ábyrgð á, brot á alþjóðasáttmálum ekki síst með ólöglegu innrásarstríði gegn öðru fullvalda ríki, og listinn heldur áfram...). Hvað segir það eiginlega um mann sem er forseti í (svokölluðu) lýðræðisríki, ef hann klárlega virðir að vettugi þau lög sem hann er kjörinn til valda samkvæmt? Í mínum huga minnir það helst á orðabókarskilgreiningu á harðstjóra af verstu sort.
Og afsakaðu þó þetta hafi farið fyrir brjóstið á mér, en það er bara á engan hátt hægt að gefa einhverskonar afslátt af mannréttindum. Það hefði verið voðalega auðvelt að segja t.d. um menn eins og Hitler eða álíka illmenni, að "hann á ekki skilið nein mannréttindi þetta svín" og þar frameftir götunum. Gott og vel, en væri þá ekki allt eins hægt að segja slíkt hið sama um fleiri illmenni eins og t.d. stríðsglæpamenn yfir höfuð, raðnauðgara og fjöldamorðingja og skjalafalsara og óheiðarlega kaupsýslumenn.... Bíddu, hvar á að draga mörkin? Og það sem skiptir kannski meira máli, HVER á að gera það? Kannski þú sjálfur, eða páfinn? Nei, það er engum manni boðlegt að taka sér guðlegt vald í hendur, grundvallarforsenda fyrir mannréttindum er að þau gangi jafnt yfir alla og séu ekki umsemjanleg á neinn hátt. Og það er ennþá síður í lagi að einhver einn aðili eða ein þjóð taki sér rannsóknar-, ákæru- og dómsvald í slíkum málum og túlki svo lögin eftir eigin höfði, svona til að bíta höfuðið af skömminni.
Góða helgi og lifið heil.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2008 kl. 21:57
Þetta er eitt al aumasta heimildarsafn sem ég hef augum litið. Samansafn af sjúkdómslýsingum úr Wikiperdia og fullyrðingu frá pólitískum andstæðingum Bush! Er ekki allt í lagi hjá þér Guðmundur?
Ég bið þig að vera ekki að eyða tíma mínum í svona vitleysu aftur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2008 kl. 23:06
Fínt þá skal ég ekki gera það, þú hefur að sjálfsögðu rétt á þínum skoðunum og ég virði það. Hafðu það sem allra best.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2008 kl. 23:30
Það er stutt í að Búss verði almennur blóraböggull fyrir ástandinu í sínu landi, nú eða nýr einræðisherra undir herlögum. Hvort heldur sem verður, þá tel ég að Guðmundur hafi rétt fyrir sér.
Allavega er það háll klaki að verja þetta skrípi, hann kann ekki einu sinni að leika eitthvað hlutverk sem fólk getur samsamað sér við, t.d. Blair, hann er jafn hel illur og Bush, en hann kann að tala þannig að þú vilt trúa því að hann sé góði gæinn, Búss aftur á móti... ja þetta lýsir honum vel.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 23:40
Fyrirgefðu hranalegheitin í mér Guðmundur. Ég er síður en svo aðdáandi Bush og það er stundum sprenghlægilegt að hlusta á hann. En heimildir þínar sökka engu að síður.
Og ekki er þín tilvísun merkilegri Gullvagn. Það eru til ótal svona síður um Bush, og reyndar um Obama og alla hina líka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2008 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.