Síðan umhverfisverndarsinnar uppgötvuðu orðið "óafturkræf" (framkvæmd), hafa þeir slegið um sig með orðinu í tíma og ótíma. En hvernig er með eitthvað sem er friðlýst, er það óafturkræf framkvæmd? Ég held að svo hljóti að vera því annars væru umhverfisverndarsinnar varla svona áfjáðir í að friðlýsa allar þær koppagrundir sem þeir reka augun í og lýsa gjarnan sem ómetanlegum náttúrperlum. Og ef viðkomandi landssvæði eru ekki ómetanlegar náttúruperlur, þá er það a.m.k. hluti af einhverri óskilgreindri heild sem ekki má raska. Perlufestar og gimsteinabönd....æ, þau eru orðin svo mörg lýsingarorðin frá þeim. Það er löngu búið að gengisfella öll þau helstu, s.s. ómetanlegt, stórkostlegt, einstakt o.s.f.v., svo þeir reyna auðvitað að uppfæra orðskrúðið reglulega.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eiga auðvitað að hafa samráð um hvernig umgangast beri sameiginlegt umhverfi þeirra. Umhverfis- og samgöngusvið segir að landfyllingin á Kársnesi gæti haft margvíslegar afleiðingar fyrir Reykjavík: áhrif á lífríki og sjávarstrauma, hávaða- og svifryksmengun eykst og ásýnd Skerjafjarðar breytist. Þetta eru reyndar kunnuglegir frasar og afar ólíklegt að lífríki Skerjafjarðar breytist eitthvað að ráði við þessa landfyllingu en ásýnd Skerjafjarðar breytist, það er nokkuð ljóst. En verður ásýndin og umhverfið eitthvað verra?... eða verður það bara öðruvísi?
Ég held að fólk muni áfram geta notið strandlengjunnar og lífríkis hennar á höfuðborgarsvæðinu, hér eftir sem hingað til þrátt fyrir landfyllingu í Kársnesi. Ég er þó ekkert að styðja nafna minn Birgisson í Kópavogi í þessu máli. Ég hef ekki kynnt mér þetta mál nægilega vel til þess að taka afstöðu til þess.
Reykjavík gagnrýnir áform um landfyllingu á Kársnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.