Ég var voðalega þreyttur og illa sofinn þegar ég keyrði austur á Reyðarfjörð eftir sept.-staðlotuna í ökukennaranáminu á sunnudaginn. Svo þreyttur að ég ákvað að leggja mig einhversstaðar í grennd við Djúpavog. Þá hafði ég keyrt í slagveðurs rigningu frá Hvolsvelli og þegar myrkrið bættist við urðu augnlokin óþægilega þung. Ég held að klukkan hafi verið um 22:30 þegar ég lagði mig og þetta átti að verða ca. hálftíma lúr. Ég hrökk upp úr einhverjum draumi örstuttu síðar.... fannst mér, en þá var klukkan orðin 03:30! Ég svaf eins og steinn í bílstjórasætinu í 5 tíma!
Það fyrsta sem kom í hugan var að eiginkonan hlyti að vera orðin áhyggjufull því ég sagði henni að ég yrði sennilega kominn fljótlega eftir miðnætti og ég leit á símann til að athuga hvort það væri samband. Jújú, sem betur fer var fínt samband en hún hafði greinilega engar áhyggjur . Ég sendi henni sms og sagði að ég yrði kominn upp úr kl. 05:00, hefði sofnað og fékk svar um hæl "ok".
Ég lagði svo af stað en nú hafði veðrið gjörbreytt um svip, komið var stafalogn og úrkomulaust og Berufjörðurinn speglaðist í húminu. Það kallaði fram 30 ára gamla minningu þegar ég var á síldveiðum í botni Berufjarðar 17 ára gamall, alveg upp í harðalandi.
Á einum malarkaflanum í Berufirðinum hljóp minkur fyrir bílinn. Ég var á um 80 km. hraða þegar hann birtist skyndilega og hann varð greinilega sleginn felmtri þegar skær bílljósin blinduðu hann. Hann stoppaði fyrst á miðjum veginum, svo virtist hann ætla að halda áfram yfir en snéri snögglega við og þá keyrði ég yfir hann. Ég heyrði þungt högg lenda á pönnuhlífinni undir bílnum. Ég stöðvaði og bakkaði svo til að sjá hvort ég sæi hann ekki á veginum og þar lá hann í blóði sínu greyið, spriklandi svo kröftuglega að ég þorði ekki að hreyfa við honum strax. Svo fjaraði spriklið út og ég setti líkið í plastpoka.
Á myndinni hér að ofan er hún Dúfa, silki-terrier tíkin okkar að virða fyrir sér minkinn, en þetta er greinilega hvolpur frá sl. vorgoti.
Ég veit að konunni langar í minkapels. Ég er byrjaður að safna!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 6
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 946011
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
Athugasemdir
Ég hef enga samúð með þessum helv. rottum eftir að hafa séð hvernig þeir fóru með kindur og lömb hér í sveitinni forðum daga. Ég á pels - en því miður keyrði ég ekki yfir kvikindin í honum. Ég vona að þú náir að safna uppí einn síðan handa henni sem allra fyrst...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.9.2008 kl. 20:18
Gratjúlera með neðri hluta hægri ermarinnar.
Drive on, dude...
Steingrímur Helgason, 23.9.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.