Demókratar senda her manns í uppgröft

Todd Palin, eiginmaður Söruh Palin, ásamt börnum þeirra... Sagt er að stóð lögfræðinga á vegum demókrataflokksins streymi nú til Alaska til þess að grafa upp eitthvað misjafnt úr fortíð ríkisstjórnas Söruh Palin.

Alaska er rúmlega 5 sinnum stærra en Ísland og íbúafjöldinn þar er einnig rúmlega 5 sinnum meiri, þar af eru Innúítar, Aljútar og Indíánar um fimmtungur íbúanna. Þetta þýðir að íbúadreif er svipuð, hér og þar. Helstu verðmæt jarðefni eru kol, kopar og olía en þau eru ekki mikið nýtt vegna erfiðra náttúruaðstæðna. Aðal atvinnuvegirnir eru samt sem áður olíu og gasvinnsla ásamt ferðaþjónustu, skógarhöggi, matvæla- og pappírsiðnaði.

Hér á Íslandi er ekki um auðugan garð að gresja þegar náttúruauðlindir eru annars vegar. Við höfum jú fiskinn, vatnsaflið og jarðhitann en það má helst ekkert nýta hér því við eigum að spara þetta fyrir ófæddar kynslóðir Íslendinga.


mbl.is Palin sögð hygla vinum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband