Histería

 

Er þetta ekki bara histería í umhverfisverndarfólki? Hvaða fórn er það þó örfáir hektarar af þúsundum hektara af mosa sviðni. Eins og plöntufræðingurinn sagði, þá skapar þetta ágæt skilyrði fyrir háplöntur.

Elliðaárdalur var eitt sinn mosa og lyngvaxinn. Í dag er hann skógi vaxinn og allir dásama það. Gerum næsta nágreni Hellisheiðarvirkjunar að skógarparadís og frábæru útivistarsvæði.

557686812_e0881fad6f_o

Mynd tekin af: jonemill.blogspot.com/2007_06_01_archive.html


mbl.is Gróður drepst vegna mengunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

  Larderell  Í Larderellodalnum

Í Larderelladalnum á ítalíu er virkjanir upp á 780MW engar gróðurskemmdir.

Geothermal Energy in Larderello: The Past meets the Future

Rauða Ljónið, 9.9.2008 kl. 04:23

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, meira að segja staðreyndir um eyðingu mosans eru orðnar að "hysteríu" umhverfisverndarfólks. Mælingar á stóraukningu brennisteinsvetnismengurar, sem greint var frá í útvarpsfréttum nú í hádeginu, eru sennilega líka "hystería."

Ómar Ragnarsson, 9.9.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég missti af þeirri frétt en ég hef samt séð ýmsar mælingatölur og vissulega og eðlilega hefur brennisteinsmengun aukist, en síðustu tölur sem ég sá sýna að mengunin er langt undir alþjóðlegum stöðlum í austurhluta Reykjavíkur. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband