1/4 bloggarar

1/4 bloggari er bloggari sem kvartar yfir öðrum bloggurum = kvart-bloggari.

http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/ er kær bloggvinkona mín sem sem stjórnandi Mbl. bloggsins hefur bannað að blogga við fréttir, vegna þess að einhverjir hafa kvartað yfir tenginum hennar við fréttir. Blekpenninn er einn skemmtilegasti moggabloggarinn og nú hefur hún ákveðið að hætta að blogga vegna þessa.

Nokkuð margir hafa lent í "ritskoðun" Mbl.is og er það miðlinum til vansa að mínu áliti. Þetta á að vera vettvangur frjálsra skrifa, en er það greinilega ekki. Það er augljóst að Mbl.-bloggarar eru í mis miklu uppáhaldi hjá stjórnanda bloggsins og sem dæmi um mann sem stöðugt er verið að vitna í á forsíðu Mbl.is,  er Björgvin Guðmundsson sem copy/paste-ar fréttir og leggur sáralítið til frá eigin brjósti. Ég gerði eitt sinn athugasemd á bloggi hans og sagði að þetta væri skrítin bloggsíða. Fyrst læsi ég fréttina sem hann bloggaði við og svo bloggið hans og það væri nákvæmlega eins!. En þessi athugasemd birtist aldrei hjá honum því hann þarf að samþykkja athugasemdirnar fyrst! Fussum svei!

Ég skora á alla að mótmæla svona leiðindum stjórnanda blogsins. Þetta á að vera gaman og ekkert annað. Mótmælið hér: http://mbl.is/mm/blog/samband.html

angryblogger

Ps. Ah.... ég hefði átt að tengja þetta við einhverja frétt sem kemur þessu máli ekkert við Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Heyr heyr......

Gulli litli, 8.9.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Reyðferðíngar eru ekki endilega alverraztir ...

Steingrímur Helgason, 8.9.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk, Ezkfirðingur

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Sigurjón

Sem betur fer er ég hættur að blogga á þessum svikamiðli...

Sigurjón, 9.9.2008 kl. 02:10

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eitt sinn bloggaði ég um frétt á Mbl.is þar sem sagt var frá því að erlent skip hefði siglt á bryggjukant á Norðfirði og skemmt hann. Fyrirsögnin í blogginu var "Ræs mellur, skip".

Ég útskýrði síðan í pistlinum spaugið í fyrirsögninni. Í einni athugasemdinni hjá mér kom óskráður notandi og sagði að fyrirsögnin væri mér til skammar og að konur á Norðfirði ættu ekki svona dónaskap skilið. Örskömmu síðar var tengingin við fréttina rofin. Ég sendi póst á Mbl.is og spurði hvers vegna og svarið sem ég fékk var að kvörtun hefði borist þeim um þessa dónalegu fyrirsögn!

Það er varla verandi hérna á þessu bloggi meðan svona bjáni er við völd á Mbl. blogginu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 02:25

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég kíkti á þetta blogg mitt aftur og sá þá að (1/4 ) kvart-arinn var skráður bloggari. Sjá HÉR

Spurning hvort sjóarinn hafi haldið að hann væri að vinna sér inn prik hjá kvenþjóðinni á staðnum

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband