Heimsókn frá Landsvirkjun

Bóndi nokkur á bökkum Þjórsár fékk eitt sinn mann frá Landsvirkjun í heimsókn, sem vildi skoða aðstæður við ánna. LV-maðurinn sagði við bóndann nokkuð valdsmannslega að hann þyrfti að rannsaka svæðið vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda.

Bóndinn segir hæglátlega við manninn að hann vilji ekki að hann sé á túninu við árbakkann. LV-maðurinn segir þá með nokkru þjósti að hann hafi fullt leyfi til að skoða þarna allt sem honum þóknist, hann hafi pappíra upp á það frá ríkisvaldinu. Hann tekur upp pappírana og rekur þá framan í bóndann og segir: "Er þetta ljóst? Ertu að skilja mig?".

Bóndinn kinkar kolli vingjarnlega og heldur áfram að sýsla við það sem hann hafði verið að gera áður en maðurinn kom.

Skömmu síðar heyrir bóndinn skelfingar öskur og kíkir fyrir hornið á hlöðunni til að sjá hvað er um að vera. Sér hann þá LV-manninn hlaupandi og öskrandi á túninu og stór og stæðilegur tuddi á eftir honum. Tuddinn nálgast mannin hratt sem greinilega er orðinn viti sínu fjær af hræðslu.

Bóndinn kallar þá til mannsins og segir: "Sýndu honum pappírana! Sýndu honum pappírana!"

bull_fight1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

 Frábær!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður þessi!  

Jóhann Elíasson, 8.9.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður!!!

Haraldur Bjarnason, 8.9.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband