Ef einhver kvikindi berast inn í íbúðina okkar, er ég, útkastarinn, kallaður til. Mér finnst lítið mál að fást við íslensk skordýr, nema kannski margfætlur ef þær eru stórar. Fæ alltaf smá hroll þegar ég sé slíkt.
Þegar við fjölskyldan vorum í Króatíu í sumar þá var töluvert af maurum á veröndinni hjá okkur. Um tvær tegundir var að ræða, sú stærri 10-20 mm. á lengd en sú minni ekki nema 2-3 mm. Svo einkennilegt var að stóru maurarnir voru logandi hræddir við þá litlu og þegar þeir rákust á hvorn annan af tilviljun, þá flúðu þeir stóru felmtri slegnir. Stundum brá þeim svo mikið að þeir lentu á bakinu í felmtri sínu. Eitt sinn sá ég lítinn maur bíta þann stærri og hékk hann í honum meðan hinn barðist um á hæl og hnakka þar til honum tókst að bíta til baka en þá sleppti sá sá litli og lá óvígur eftir. Litlu maurarnir voru mun vinnusamari en þeir stóru og voru gjarnan að rogast með einhver matarkorn með sér, stundum 3-4 saman á meðan þeir stóru virtust bara vera í göngutúr.
Síðustu 2 dagana áður en við fórum heim fengum við svona heimsóknir í íbúðina. Í fyrra skiptið komu krakkarnir til mín með hryllingssvip á andlitunum út úr herbergi sínu og sögðu mér að það væri ógeðslegt kvikindi á veggnum við rúmið þeirra. Ég náði í klósettpappír og ætlaði að grípa ógeðið og henda svo í klósettið, en þegar ég sá ófreskjuna þá rann mér kalt vatn milli skinns og hörunds. Þetta var engin smásmíði, 8-9 cm á lengd! Þetta ætlaði ég sko ekki að taka á milli fingranna
Kvikindið var á mótum lofts og veggjar og alveg grafkjurt. Ég náði í moppu og gekk titrandi af skelfingu og hrolli að dýrinu, miðaði vandlega með skaft-endanum og þegar ég átti örfáa sentimetra eftir að því, lét ég vaða. En ég lagði heldur mikinn kraft í þetta því ég hitti ekki kvikindið auk þess sem ég braut skaftið Dýrið tók á rás með leifturhraða og hlykkjaðist eins og snákur á ská niður vegginn, niður á gólf og undir rúmið. Ég og krakkarnir hlupum öskrandi út úr herberginu
Þegar ég hafði jafnað mig svolítið og hert upp hugann, áræddi ég að kíkja undir rúmið og sá dýrið á veggnum undir rúminu við höfðagaflinn. Ég tók brotna moppuskaftið, andaði djúpt og miðaði aftur og nú hitti ég. Hljóðið sem kom var hrollvekjandi klessuhljóð, en dýrið var dautt.
Endir
Risakönguló í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 945804
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
Athugasemdir
Kvikindið á myndinni er svokölluð húsamargfætla. Þær eru nokkuð algengar í Bandaríkjunum. Þær eru öflug rándýr en meinlausar mönnum og þykja þarflegar stundum við að hreinsa út óværu á borð við silfurskottur í hýbýlum. Mjög stórar margfætlur (yfir 15 cm) geta hins vegar verið varasamar og ætti að láta alveg í friði. Þær skríða sjálfar út á endanum.
Gunnar (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 18:16
Takk fyrir þetta nafni
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 19:45
Ég þekki þessar allt of vel, þær eru hér í öllum stærðum jakk og ullabjakk
Sporðdrekinn, 5.9.2008 kl. 22:13
Hvar ert þú í veröldinni Sporðdreki?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 22:33
usa
Sporðdrekinn, 6.9.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.