Þögn hinna góðu

  Einelti þrífst í samfélagi okkar vegna þess að við leyfum því að þrífast. Þögn hinna góðu sem aldrei gera neitt sjálfir, er partur af glæpnum. Eftirfarandi eru minningarorð móður ungs manns sem mátti þola einelti árum saman. Einelti getur verið lífshættulegt.

Hinsta kveðja mín til sonar míns, sem lesin var á jarðaför hans. 

Elsku Lárus minn, ástin hennar mömmu sinnar. 
Þakka þér fyrir þann tíma sem þú gafst mér og allt sem þú kenndir mér  og öðrum.
Þú hefur snert strengi svo ótalmargra sem þykir vænt um þig 
og þú átt eftir að snerta strengi svo ótalmargra um ókomin ár. 
Sú sára reynsla sem þú fórst í gegnum sem barn og unglingur,
að fá  ekki að njóta tilveruréttar þíns og fá ekki að vera eins og þú varst 
óáreittur markaði þig fyrir lífstíð.
Því miður, það er sárast af öllu. 
En sú barátta sem við hófum þá gegn einelti og skilningsleysi fólks á 
hættulegum aðstæðum í skólum sem upp koma heldur áfram í þínu nafni og  mun lifa. 
Þú kenndir mér umburðalyndi, þolinmæði og að sýna öllum
skilning og nú  látum við það berast. 
 
Ég trúi því elsku drengurinn minn að þú sitjir nú í englaskara sæll og glaður. 
Að á mínum mesta sorgardegi hafir þú átt þinn mesta hamingjudag. 
 
Litli outsiderinn minn. Ef þú hefðir bara heyrt, ef við hefðum bara 
komist inn fyrir brotnu sjálfsmyndina þína og þú hefðir séð og trúað 
hversu frábær maður þú varst.
Betri mann gat engin stúlka eignast. Þú  varst prakkari, fyndinn, uppátækjasamur, duglegur, hugrakkur, fallegur 
og góður. 
 
Ég sat úti í sólinni með fjölskyldu og vinum fyrir 21. ári síðan og 
við biðum fæðingar þinnar og nú hef ég setið úti í sólinni með 
fjölskyldu og vinum og beðið þess að kveðja þig frá þessu  jarðvistarlífi. 
Kveðjustundin er komin engill og ég er svo óendalega sorgmædd. 
 
Ég bið þig að fyrirgefa mér, 
Allt sem ég gerði og hefði ekki átt að gera. 
Allt sem ég gerði ekki en hefði átt að gera. 
Allt sem ég sagði en hefði ekki átt að segja. 
Allt sem ég sagði ekki en hefði átt að segja. 
 
Þú gafst mér ást þína óskilyrta og þar var ég heppin. 
Ég elska þig af öllu mínu hjarta og allri minni sál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir

Já einelti getur sko orðið lífshættulegt og þrífst það held ég allstaðar og á öllum aldri, það verða bara allir að standa saman og vilja koma þessu á bak og burt úr okkar samfélagi, við skulum bara vona að viljinn sé fyrir hendi!

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, 2.9.2008 kl. 19:45

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er þyngra en tárum taki.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.9.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Reyndar ekki alveg rétt - því ég fór hreinlega að skæla þegar ég las þetta.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.9.2008 kl. 20:49

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fallega gert að birta þetta karlinn minn

Haraldur Bjarnason, 3.9.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það er sagt að einelti sé alls staðar og birtist í misjöfnum myndum. En það er auðvelt að sjá það þó reynt sé að fara dult með það, bara ef við opnum augun vel. Það er á okkar ábyrgð að uppræta það.

Líðum ekki einelti!

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 00:14

6 Smámynd: Rannveig H

n

Nú gat ég ekki tárabundist. Með sjálfri mér heiti ég því að taka þátt í að uppræta einelti.

.

Rannveig H, 3.9.2008 kl. 00:48

7 identicon

Einhvern veginn finnst mer thetta blogg thitt verda marklaust thegar madur ser kommentin hja ther um skyrslu motmaelenda vid Karahnjukavirkjun. Thu geysist her fram med svaka tilfinningastrauma um einelti og kallar svo motmaelendurnar glaepahyski a odru bloggi. Einelti gengur medal annars ut a rakalausa stimplun / fordaemingu og eg get ekki betur sed en thu sert ad gera nakvaemlega thad sama og thu fordaemir

Hrekkur (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 08:10

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En þeir eru "glæpahyski", það getur engin mótmælt því. Lögbrjótar = glæpahyski

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 12:07

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ath.semd mín við "glæpahyskið" er HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband