Ég gerði skoðanakönnun á blogginu í maí og júní um hvaða þjálfari fengi fyrstur að fjúka úr starfi. Svindlað var á skoðanakönnuninni því síðasta daginn komu skyndilega 40 atkvæði og öll á Ásmund Arnarson þjálfara Fjölnis. En augljós sigurvegari könnunarinnar var Logi Ólafsson KR, í 2. sæti varð Leifur Garðarsson Fylki og í 3. sæti Willum Þór Þórsson, Val.
Samkvæmt könnuninni eru Heimir Guðjónsson, Guðjón Þórðarsson og Kristján Guðmundsson ÍBK, öruggastir í starfi.
Valur þarf þjálfara eins og Yuri Illitsev hinn sovétska, sem réði málum á Hlíðarenda um og fyrir 1980. Skoðanakönnunin fór annars svona: (Ath. að Ásmundur á einungis að vera með örfá atkvæði)
Skagamenn með útisigur á Val | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | 31.8.2008 (breytt 1.9.2008 kl. 07:35) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 946010
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
Athugasemdir
Ég á erfitt með að vera hlutlaus varðandi þennan leik. Dáði Skagamenn sem strákur og gerði textann "Skagamenn skoruðu mörkin" en var í Kaldárseli í þrjú heil sumur og séra Friðrik stofnaði Val.
Margir af bestu vinum mínum eru Valsmenn en einnig Skagamenn. En ég var skráður félagi í Fram þremur mánuðum fyrir fæðingu og þess vegna verður Framarinn sterkastur í mér og fram hjá því verður ekki komist að Fram græðir á því í baráttunni um þriðja sætið ef næstu lið tapa.
Ómar Ragnarsson, 31.8.2008 kl. 23:35
Takk fyrir þetta Ómar. Ég varð Valsari um leið og ég flutti á Lindargötuna árið 1969, frá Stykkishólmi, en þar ég bjó ég í 2 ár, þau fyrstu í grunnskólagöngu minni, utan nokkurra mánaða forskóla í Miðbæjarskólanum árið 1966. Í 1. og 2. bekk í Grunnskóla Stykkishólms, var Jón Páll nokkur Sigmarsson bekkjarfélagi minn, en ég veit að ykkur varð vel til vina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 23:42
Ég á sem sagt 40 ára Vals-afmæli á næsta ári!!
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 23:45
Og nú er orðið endanlega ljóst held ég, að Valsmenn verja ekki titilinn!
Magnús Geir Guðmundsson, 1.9.2008 kl. 01:41
það er næsta víst
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.9.2008 kl. 06:13
Ekki ÍBK, heldur Keflavík.
Gestur Páll Reynisson (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 20:47
ÍBK er ágæt stytting á keflinu gömul og góð
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.