Pólitíkusar á vinstri vængnum hafa löngum eyrnamerkt sér hagsmunagæslu launafólks. R-listafólk kallaði borgarstjórn sína félagshyggjustjórn og plataði fjölda manns til þess að kjósa sig á þeirri forsendu. Kjósendunum var launað atkvæðið með því að sprengja upp lóðaverð með nýjum úthlutunarreglum, þ.e. að láta bjóða í lóðirnar. Með þeirri aðferð "græddi" borgarsjóður (R-listinn) aukalega á hús og íbúðareigendum en það kom auðvitað verst niður á þeim sem síst skyldi, þ.e. ungu og efnalitlu fólki.
Það hefur verið fylgifiskur vinstri-stjórna, þau fáu skipti sem þær komast til valda, að skattleggja sem mest svo auðveldara sé fyrir þær að miðstýra peningaflæðinu. Að þeir, pólitíkusarnir, geti endurúthlutað peningunum sem í opinbera sjóði renna. Það sem rekur þetta fólk áfram í þessari viðleitni sinni, eru áhyggjur af því að einhverjir einstaklingar gætu eignast "of mikið" að þeirra mati og sú staðfasta trú að þeir einir séu þess umkomnir að útdeila lífsins gæðum á réttlátan hátt til þegnanna.
Réttlætiskennd hinna sönnu baráttumanna fyrir bættum kjörum fólks í landinu, þeirra sem ruddu brautina á fyrrihluta 20. aldar, hlýtur að vera misboðið. Það eina sem arftakar þeirra hugsa um í dag er að koma í veg fyrir að landsins gæði séu nýtt á skynsamlegan hátt og að koma í veg fyrir með öllum ráðum að erlend fyrirtæki hefji hér orkufrekan iðnrekstur. Í dag kalla vinstrimenn sig umhverfisverndarsinna. Launa og atvinnuvernd er ekki á dagskrá hjá þeim. Vinstrimennska er barn síns tíma og hefur átt lítið erindi við almenning síðustu áratugina. Sporgöngumenn vinstri-hugsjónanna hljóta að snúa sér við í gröfum sínum, vegna afkvæma sinna.
Reglur um lóðaúthlutanir endurskoðaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.8.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 946114
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.