Allt svart af berjum í Reyðarfirði

 Ég hef nú aldrei verið mikill berjamaður, en kíki þó yfirleitt á hverju ári hérna í hlíðina fyrir ofan bæinn og næ mér í fersk ber út á skyrið. Ég held ég geti fullyrt að ég hafi aldrei séð annað eins af berjum eins og nú. Ég kraflaði létt yfir lyngið með lúkunni og lófinn fylltist.

Oft hefur mér fundist að þegar mikið er af bláberjum, þá sé lítið af krækiberjum og öfugt. Nú er mikið af öllu. Ég sá reyndar engin vínber en ég átti alveg eins von á að finna þau líka þarna í lyngmóunum. Það er yndislegt að búa í svona mikilli nálægð við náttúruna, að þurfa ekki að labba nema í nokkrar mínútur að heiman til að njóta hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú býrð við forrréttindi!!   Eru aðalbláber þarna?

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.8.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband