Í hvernig æti eru þær þarna?

Mynd 476551 Þessar skepnur hljóta að vera í einhverju góðu æti þarna, er ekki sjóbleikja að ganga þarna? Hvað ætli svona skepna éti mikið á dag? Hefur einhver smakkað andanefjukjöt? Hafa þær kannski lengi verið friðaðar?


mbl.is Gestalæti á Pollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er það sem er kallað athyglissýki    G.Þ.

Edda (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þessi hvalategund sé ekki vinsæl til matar. En lesið hef ég um að andarnefjulýsi hafi þótt einhverskonar töfralyf sem áburður á skrokkinn og að mig minnir við gigt. En sannarlega væri gott að mega trúa því að þessi heimsókn tengist sjóbleikjugöngu. Mér hefur skilist að sjóbleikjan hafi verið óvenju fáliðuð í ár. Engan fisk hef ég lagt mig fram við að veiða eins og sjóbleikju enda er hún besti fiskur í heimi til matar.

Árni Gunnarsson, 26.8.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Árni, ég vissi að ég næði að fiska einhvern fróðleik með þessari færslu. Og ég er sammála því að sjóbleikja er besti laxfiskurinn.

Þetta er eitthvað misjafnt með sjóbleikjuna þetta haustið. Ég hef heyrt af ágætri veiði í Norðfjarðará og Fáskrúðsfjarðará, en svo heyrir maður að víða sé algjör aflabrestur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2008 kl. 00:30

4 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Andanefjan hefur ábyggilega góðan smekk, alveg eins og við!

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.8.2008 kl. 15:37

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bara að skjóta og smakka, strákar mínir!

En talandi um sjóbleikju.. ég veiddi slatta af henni í Héraðsvötnunum í sumar á gamla ættaróðalinu mínu í grennd við hann Árna snilling. Man varla eftir svo góðri silungsveiði. -En vissuð þið (auðvitað veit ÁG þetta) að nýrunnin bleikja er kölluð ljósnál fyrir norðan? Þetta orð held ég að einskorðist við okkar svæði því það hvá allir aðrir þegar maður notar þetta orð.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.8.2008 kl. 16:36

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert! Aldrei heyrt þetta áður Helga Guðrún, takk

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.8.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband