Ágúst - lota

Á mánudaginn hefst hjá mér águst - lota, 11.-19. í ökukennaranáminu í HÍ. Æskuvinur minn sem siglir á millilandaskipi, hringdi í mig þegar hann var staddur á Eskifirði um daginn að sækja fiskimjöl fyrir laxa og loðdýrabændur í Noregi.

Ég skutlaðist eftir honum og bauð honum í kaffi og þegar hann vissi að ég væri á leiðinni suður og yrði í rúma viku, spurði hann hvar ég gisti. Ég sagði honum að það væri óráðið og sennilega væri ég of seinn að panta mér verkalýðsíbúð, auk þess sem mér finndist verðlagið á íbúðunum hafa hækkað skelfilega mikið eftir að Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar sameinaðist Afli. Vinurinn tók þá upp lykla af íbúð sinni í Krummahólunum og rétti mér, sagði að mér væri velkomið að gista í íbúðinni hans, hann væri hvort eð er á sjónum á meðan. "Skilaðu bara lyklunum til fósturföður míns þegar þú ferð", sagði hann.

Eftir að ég flutti austur á Reyðarfjörð úr borginni árið 1989, hefur samband okkar eðlilega minnkað en Jói vinur minn hefur greinilega ekkert breyst á þessum árum. Það er gott að eiga góða vini.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta var vinalegt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.8.2008 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband