Ólafur Ragnar Grímsson o.fl. gamlir Allaballar og margir V-grænir nú, og áður, um miðja síðustu öld, kommúnistar og sósíalistar, höfðu alltaf tilhneigingu til þess að gera meira úr andstöðu almennings á Íslandi gegn inngöngu í Atlandshafsbandalagið en efni stóðu til. Vissulega var harður kjarni Kommúnista heiftarlega á móti Nato og herliðinu hér, eins og átökin á Austurvelli sýndu árið 1949. Þá var andstaðan sennilega mest, enda plötuðu vinstrimenn almenning til fylgilags við sig með bulli og lygum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós.
Keflavíkurgöngurnar voru nokkuð fjölmennar í nokkur skipti á 8. áratugnum og tók ég m.a.s. þátt í einni, mig minnir að það hafi verið 1976. En göngufólki fækkaði hratt á næstu árum og voru oft á tíðum örfáir tugir en Þjóðviljinn þreyttist ekki á að falsa upplýsingar til almennings um góða þáttöku. Að lokum lagðist mótmælagangan af þó reynt væri að endurvekja hana í nokkur skipti með slælegum árangri.
Ég man þá tíð þegar andstæðingar Nato lögðu gríðarlega áherslu á að lokað yrði fyrir útsendingar Kana-sjónvarpsins á Keflavíkurflugvelli til almennings á Suð-Vesturhorninu. Íslenskri menningu og tungu og sjálfstæði þjóðarinnar var ógnað að mati Alþýðubandalgsmanna ( V-grænna ), svo ekki sé minnst á þann skelfilega kapitaliska fréttaáróður sem frá þeim átti að koma. Um þetta urðu nokkuð hatrammar deilur en Allaballar fengu sitt í gegn og eru væntanlega stoltir af því í dag.
Öfga - umhverfisverndarsinnar sem flestir virðast koma úr röðum kreddufullra vinstrimanna, beita nákvæmlega sömu áróðurstækni. Á ákveðnum tímapunkti, þegar þeim hafði tekist að ljúga að almenningi allskonar staðreyndavitleysum í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunnar, sýndu skoðanakannanir að um 70% þjóðarinnar var andsnúin fyrirhuguðum framkvæmdum. Svo þegar skrautfjaðrirnar í málflutningi forsvarsmanna andstöðunnar tóku að reytast af smátt og smátt, þá fækkaði stuðningsmönnunum og að lokum var meirihluti þjóðarinnar hlyntur framkvæmdunum og Alþingi samþykkti með öllum atkvæðum nema V-grænna auk tveggja annarra þingmanna.
Enn í dag hanga V-grænir og forkólfar umhverfisverndarbaráttunnar, eins og hundar á roði á gömlum skoðanakönnunum og tala um að allar framkvæmdir séu í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar. Því miður getur málflutningur svona öfgahópa skaðað umhverfisvernd þegar til lengri tíma er litið. Við skulum þó vona að svo verði ekki.
![]() |
Einkennilega að orði komist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.8.2008 (breytt kl. 12:57) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 947008
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Green eða Grín
- Glassúrinn á kökunni hjá íhaldinu
- "IT'S NOW OR NEVER" - HVAÐ GERIR HÚN NÆST???????
- Andsvar2 - hef hagsmuna að gæta og á aðild að málinu
- Ekki með rétta trú.
- MODEL í MYND
- Óreiðuskoðanaröskun dagsins - 20250524
- Skrúðgarður á hraðbraut fyrir 30 milljarða
- Að það geti verið að GALLARNIR við Schengen séu orðnir fleiri en kostirnir?
- John Bolton um varnir Íslands
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Hallarbylting: Gunnari Smára bolað út, Sanna ósátt
- Það á að vera fælingarmáttur í þeim
- Lóur voru borðaðar hér á landi
- Breytt skipulag Birkimels auglýst
- Fimm stiga skjálfti fannst á Akranesi og Hellu
- Ráðherra týndi kortinu og fann hvergi neyðarnúmer
- Skjálfti um 4,9 að stærð: Hrina hafin við Eldey
- Lítið hlaup með stórt hjarta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.