Ströndin í Porec

DSC05284

Ströndin í Porec er klettótt en allstaðar er manngerð aðstaða til sjó og sólbaða. Við fórum alltaf á sama staðinn þegar við fórum á ströndina, í snotra vík með steyptum kanti og sandi allt í kring.

DSC05289

Hitinn var aldrei óþægilega mikill og fór sjaldan yfir 30 stig. Við ströndina var alltaf þægileg gola og fyrsta daginn okkar á ströndinni var töluverður vindur og öldugangur. Það nýtti Jökull sér ásamt fleirum sem sést á næstu myndum.

DSC05290

Jökull er fjærst í röðinni. Sjórinn var vel volgur og mun heitari en vatnið í sundlauginni í hótelgarðinum.

DSC05291

DSC05299

DSC05301

Að vera þarna var rosa fjör en það endaði með því að Jökull hruflaði sig illa á hné.

DSC05302

DSC05314

DSC05317

DSC05319

DSC05330

Stundum gengum við lengri leiðina niður í bæ og fórum ströndina. Mjög falleg leið.

DSC05344

Litlar eyjur eru víða við Istríaskagann. Þessi er með glæsihóteli við Porec.

DSC05346

Stór smábátahöfn er við miðbæinn.

DSC05356

DSC05357

Þessi glæsilega einkasnekkja lá við festar. Vörður passaði að enginn óviðkomandi færi um borð.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband