Á næstu dögum ætla ég að setja hér inn nokkrar myndir frá ferðalagi fjölskyldunnar til Porec í Króatíu dagana 13.-27. júlí.
Við vorum á íbúðarhóteli sem var staðsett rétt við móður-hótelið, Hotel Diamant. Fín 3gja herbergja íbúð með góðri loftkælingu. Hótelin eru 3 þarna; Diamant, Cristal og Rubin og við gátum nýtt okkur þá þjónustu sem þau höfðu upp á að bjóða en við vorum eingöngu á Diamant, enda var það næst okkur og flottast. Góður sundlaugagarður, bæði úti og innilaug og flott "wellness center".
Um 15 mín. gangur er niður í gamla bæinn í Porec sem er 15 þús. manna bær á Istria-skaganum. 700 þús. ferðamenn koma til bæjarins á sumrin svo þar eru væntanlega 100-150 þús manns yfir sumarmánuðina. Þjóðverjar, Austurríkismenn og Ítalir eru fjölmennastir þarna en einnig mátti sjá töluvert af Hollendingum og Dönum. Það vakti athygli mína að þeldökkt fólk og Asíubúar sáust ekki þarna og ekki heldur múslimar sem hægt var að þekkja af klæðaburði.
Skaginn liggur nyrst við Adríahafið og er á stærð við Reykjanes. Ótrúlega mörg þorp eru á skaganum, flest lítil, m.a. minnsti bær í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness en hann heitir Hum, með 17 skráða íbúa. Við heimsóttum bæinn þegar við tókum bílaleigubíl í 2 daga. Um 160 þús. íbúar eru á Istria-skaganum og um 5 miljónir í landinu öllu. Stærsti bærinn er Pula með um 60 þús. íbúa.
Á myndinni hér að ofan er lítill turn sem er hluti af borgarmúr sem byggður var á dögum Rómaveldis, kringum árið 500. Í dag er ekkert eftir af múrnum nema tveir svona turnar og í þeim eru afar sérstakir veitingastaðir.
Úti að borða í gamlabænum í Porec. Eyrún tekur spaugi litla bróðurs, Jökuls, með stóískri ró
Gamli bærinn er frábær í Porec með húsum og þröngum götum sem langflest eru mörg hundruð ára gömul og þau allra elstu yfir þúsund ára gömul. Verðlag er þarna heldur lægra en á Íslandi en hefur þó hækkað mikið hin allra síðustu ár. Króatar hafa óskað eftir inngöngu í Evrópusambandið svo brátt mun gjaldmiðill þeirra, Kuna, líða undir lok og Evran taka við. Þá má búast við að verðlag hækki en frekar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Mót-13. Mosó. 11. ágúst, 2025.
- Mót-12. Flúðir. 8. ágúst, 2025.
- Pólitískur áróður fram yfir mannslíf
- Trú
- Saga síðustu 80 ára : Litið yfir svið þar sem lítið er um frið !
- Flokkur fólksins étur sjö sinnum meira en Fjölskylduhjálpin þarf
- Útskýringar Jeffrey Sachs fyrir almenning.
- Baráttan gegn bílnum
- Stefna borgar og háskóla gagnvart borgurum
- Pottormar
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Innlent
- Málið á Múlaborg mjög óvenjulegt
- Óvenjulegt að þetta sé svona vel í lagt
- Vara við hættulegum loftpúðum í miklum fjölda bíla
- Hraðari aflögun mælist í Krýsuvíkurkerfinu
- Dagskrá menningarnætur stytt og öryggisgæsla aukin
- Skiptir Íslendinga gríðarlegu máli
- Kristján Þór tekjuhæstur hjá hagsmunasamtökum
- Felldu kjarasamning með afgerandi hætti
- N1 telur ákvörðunina tala sínu máli
- Stór skjálfti vofir enn yfir
Erlent
- Fannst látinn í þinginu
- 27 látnir eftir rútuslys
- Krefst öryggis Rússlands
- Hitabylgja í rénun og aðstæður betri fyrir slökkvistarf
- Pútín er óvættur við hliðin okkar
- Yfirvöld reki af sér slyðruorðið
- Telja lík Svíans fundið
- Hverju hvíslaði Trump að Macron?
- Segir að Pútín sé ekki treystandi
- Tilbúinn til að herða þvinganir
Fólk
- Bubbi: Hróa hattar-bragur á þessu
- Umkringd risastóru hafi af hryllingi
- Neitar ásökunum um öldrunarofbeldi
- Að sjá fegurðina í því sem leynist
- Matvii og Ásgerður Sara sigruðu
- Í senn sjónrænt listaverk og innilegt ástarbréf
- 60 ára og nær óþekkjanleg með nýja hárið
- Nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi
- Marius Borg ákærður fyrir fjórar nauðganir
- Poppstjarna dæmd í rúmlega þriggja ára fangelsi
Viðskipti
- Vandræðagangur Swatch í Kína
- Nái stjórn á húsnæðismarkaðnum
- Mikill innflutningur á tölvubúnaði vegna gagnavera
- Vaxtaákvörðun á morgun
- Arctic Adventures gerir breytingar
- Svissneskir úraframleiðendur ókyrrast
- Bandarískir neytendur sýndu lit í júlí
- Vantar skýrari áætlun í ríkisfjármálum
- Ingþór tekur við starfi Heiðars hjá BL
- Hið ljúfa líf: Bragðlaukarnir lurkum lamdir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.