Á næstu dögum ætla ég að setja hér inn nokkrar myndir frá ferðalagi fjölskyldunnar til Porec í Króatíu dagana 13.-27. júlí.
Við vorum á íbúðarhóteli sem var staðsett rétt við móður-hótelið, Hotel Diamant. Fín 3gja herbergja íbúð með góðri loftkælingu. Hótelin eru 3 þarna; Diamant, Cristal og Rubin og við gátum nýtt okkur þá þjónustu sem þau höfðu upp á að bjóða en við vorum eingöngu á Diamant, enda var það næst okkur og flottast. Góður sundlaugagarður, bæði úti og innilaug og flott "wellness center".
Um 15 mín. gangur er niður í gamla bæinn í Porec sem er 15 þús. manna bær á Istria-skaganum. 700 þús. ferðamenn koma til bæjarins á sumrin svo þar eru væntanlega 100-150 þús manns yfir sumarmánuðina. Þjóðverjar, Austurríkismenn og Ítalir eru fjölmennastir þarna en einnig mátti sjá töluvert af Hollendingum og Dönum. Það vakti athygli mína að þeldökkt fólk og Asíubúar sáust ekki þarna og ekki heldur múslimar sem hægt var að þekkja af klæðaburði.
Skaginn liggur nyrst við Adríahafið og er á stærð við Reykjanes. Ótrúlega mörg þorp eru á skaganum, flest lítil, m.a. minnsti bær í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness en hann heitir Hum, með 17 skráða íbúa. Við heimsóttum bæinn þegar við tókum bílaleigubíl í 2 daga. Um 160 þús. íbúar eru á Istria-skaganum og um 5 miljónir í landinu öllu. Stærsti bærinn er Pula með um 60 þús. íbúa.
Á myndinni hér að ofan er lítill turn sem er hluti af borgarmúr sem byggður var á dögum Rómaveldis, kringum árið 500. Í dag er ekkert eftir af múrnum nema tveir svona turnar og í þeim eru afar sérstakir veitingastaðir.
Úti að borða í gamlabænum í Porec. Eyrún tekur spaugi litla bróðurs, Jökuls, með stóískri ró
Gamli bærinn er frábær í Porec með húsum og þröngum götum sem langflest eru mörg hundruð ára gömul og þau allra elstu yfir þúsund ára gömul. Verðlag er þarna heldur lægra en á Íslandi en hefur þó hækkað mikið hin allra síðustu ár. Króatar hafa óskað eftir inngöngu í Evrópusambandið svo brátt mun gjaldmiðill þeirra, Kuna, líða undir lok og Evran taka við. Þá má búast við að verðlag hækki en frekar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 945808
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.