Þessi fyrirsögn Fari Ronaldo fer ég líka!
kemur frá Real Madrid-blaði og ástæðulaust að taka hana alvarlega.
Hr. Glazer var spurður þegar hann bauð í Man. Utd. á sínum tíma, hvort hann hefði eitthvert vit á fótbolta, (soccer). Hann sagðist alls ekkert vit hafa á fótbolta, ekki neitt, en sömu sögu mátti segja um íshokkí. Hann er einnig eigandi að sigursælu og arðsömu NFL liði og Hr. Glazer veit mætavel að lykillinn að arðsemi íþróttaliða, er árangur. Til þess að ná árangri með lið sín, ræður Hr. Glazer til sín færasta starfsfólk sem völ er á, hvert á sínu sviði.
Að láta íþróttalið skila árangri og arðsemi er ekki einfalt mál, eins og dæmin sanna. Slíkur rekstur er "Langhlaup", ekki spretthlaup. Alex Ferguson er óumdeilanlega einn merkasti þjálfari fótboltasögunnar. Hann agar leikmenn og gerir þá gildandi í þessum heimi og hefur magnaða næmni og ástríðu gagnvart fótboltanum. Ferguson er eins og gamaldags togaraskipstjóri á tekjumiklum togara. Undirmenn hans komast ekki upp með neitt múður, aldrei. Það er prinsippmál.
Þó beitir góður skipstjóri aldrei ósanngjörnum brögðum í viðleitni sinni til þess að halda "húsaga". Hann er sjálfum sér samkvæmur og gerir jafna kröfu til allra utan eins aðila. Hann gerir mestar kröfur til sjálfs sín. Harðjaxlinn í brúnni þarf einnig að geta glaðst með áhöfn sinni þegar við á. Slíkur skipstjóri, sem hefur alla þessa kosti er afar eftirsóknarverður og fáséður. Það veit Hr. Glazer.
Fari Ronaldo fer ég líka! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | 30.7.2008 (breytt kl. 09:48) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 946213
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Danska ríkissjónvarpið líkt og það íslenska dregur taum trans-hreyfinga
- Í landi Trump eru kynin aðeins tvö, hinsegin úthýst
- Efast um SA og samningamarkmið
- Mjakast þótt hægt fari
- Framhald á því sem ekki er?
- Stunguskófluslektið komið á kreik
- Bæn dagsins...
- Hvað með Bæden
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Ráðherrann spýtir í lófana og boðar framkvæmdir.
- Sakaruppgjöf fyrir glæp sem enginn má vita hver er
Athugasemdir
Góður skipstjóri "stjórnar" ekki heldur með hótunum.
Jóhann Elíasson, 30.7.2008 kl. 09:58
Nei, enda segi ég í upphafi, að fyrirsögn Mbl. fréttarinnar beri að taka með fyrirvara.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.7.2008 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.