Hópefli vistkvíðasjúklinga

Búðir mótmælendanna í morgun. Vistkvíðasjúklingar víða að úr veröldinni hópast nú til Íslands. Orkunýting Íslendinga úr iðrum jarðar veldur þeim angist og kvíða, svo þeir geta ekki á heilum sér tekið.

Ég bloggaði um þennan nýja sjúkdóm, "vistkvíða" í síðustu færslu.

Ég minni á könnunina hér til hægri.


mbl.is Mótmælabúðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Vistkvíðasjúklingar! Snilld.

Sigurjón, 12.7.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég held að ég sé með kvíða fyrir vistkvíðasjúklingum

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.7.2008 kl. 16:41

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vistkvíðasjúklingskvíði,    vistkvíðasjúklingskvíðakvíði,   vist......

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.7.2008 kl. 17:02

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Eigum við að koma á vistkvíðasjúklingaveiðar? Við náum þeim í gildrur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.7.2008 kl. 18:47

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, er það ekki akkúrat það sem er að þessu liði?  Þetta lið "virkar" ekki úti í sínu þjóðfélagi, en það er einhver "smáorka" í þeim og það þarf útrás en það er alveg óþarfi að verða öðrum til ama og leiðinda fyrir vikið.

Jóhann Elíasson, 12.7.2008 kl. 20:14

6 identicon

Jóhann Elíasson, geturðu útskýrt fyrir mér hvað þú átt við með því að ég "virki ekki" úti í þjóðfélaginu?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þeir hreinlega henda sér í gildrurnar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.7.2008 kl. 20:21

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefur þú eitthvað fyrir þér í því Eva, að þú virkir í þjóðfélaginu, ég er ekki alveg viss með mig en ég þarf ekki að klifra í krönum verktaka og stunda skemmdarverk á eigum annarra til að fá útrás fyrir þá orku sem ég hef.

Jóhann Elíasson, 12.7.2008 kl. 20:34

9 identicon

Ég hreinlega skil ekki hvað þú átt við með að "virka ekki". Yfirleitt er þetta orðalag notað um fólk sem á við alvarleg vímuefnavandamál að stríða eða getur sakir geðsjúkdóma eða öroku ekki stundað nám, framfleytt sér, annast börn og átt eðlileg samskipti.

Svo ég spyr aftur, hvað áttu við? Ert þú kannski með einhverja aðra hugmynd um að virka eða virka ekki, eða þekkir þú mig og mína félaga nógu vel til að geta klínt þessari lýsingu á okkur? 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 20:56

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú svarar ekki heldur því sem ég spurði þig að eða ætlar þú að nota sömu rök og "hin"litlu börnin og segja:"ég spurði fyrst"?  Ég verð nú að segja að ég þekki hvorki þig né þína félaga (Guði sé lof) og ég hef engan áhuga á því að kynnast "vistkvíðasjúklingum" ég vona að þetta sé ekki smitandi andskoti.

Jóhann Elíasson, 12.7.2008 kl. 21:11

11 identicon

Rökræður eru greinilega ekki þín sterka hlið Jóhann. Til þess að geta svarað því hvort ég "virki" þá verð ég náttúrulega að vita hvern fjandann þú ert eiginlega að tala um. Ég og allir þeir sem ég umgengst sjálf innan Saving Iceland "virka" prýðilega í venjulegum skilningi þess orðs.

Áttu bara við að það að "virka" í samfélagi merki að hafa sömu skoðanir og temja sér sama lífstíl og þú, eða er einhver vitræn hugsun á bak við þennan sleggjudóm þinn?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 22:01

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég var að velta fyrir mér hvort vistkvíðastillandi lyf myndu geta virkað fyrir þunglyndissjúklinga líka. -Hausverk jafnvel..?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.7.2008 kl. 00:00

13 identicon

Kannski á Jóhann við að fólk sem kemur hingað til lands á hverju sumri og áorkar engu nema að láta loka sig inni, ítrekað, fyrir lögbrot og skemmdarverk sé ekki að fúnkera eins og við hin í samfélaginu. Ekki er það hingað komið til að sitja í hring með mótmælaspjöld á Austurvelli og mótmæla löglega. Það er hingað sérstaklega komið til að mótmæla ólöglega, loka vegum, fara inn á lokuð öryggissvæði og valda tjóni. Og hverju hafa þessar aðgerðir skilað hingað til?? Engu sem ég get séð. Kárahnúkar risu, Hellisheiðarvirkjun líka og ekki fór Álverið í Straumsvík á hausinn þegar þau hlupu þangað inn eins og vitleysingar seinasta sumar og stöðva þurfti vinnu á meðan þeim var smalað út.

 Þannig að ég spyr, fólk sem kemur hingað sérstaklega til að vera hvetja til og taka þátt í ólöglegum aðgerðum, er slíkt fólk að virka í samfélaginu á meðan það hagar sér svoleiðis? Er það eðlilegt ásand að eyða hálfri dvöl sinni hér á landi inn í lögreglubifreið á leiðinni á lögreglustöð af því að það gat ekki mótmælt löglega? Ef að það er eitthvað í þessa áttina sem Jóhann á við þegar hann segir þetta fólk ekki virka í samfélaginu..þá get ég ekki annað en verið sammála. Vel má vera að þetta séu svo hinir mestu góðborgarar þegar mótmæli eru off-season.

 Það er löglegt að mótmæla, en það er ekki í löglegt að brjóta lög til þess að vekja athygli á málstaðnum. Þar fyrir utan skilar það engu nema að koma lögbrjótnum í vandræði og kasta rýrð á annars ágætan málstað sem hægt væri að vekja athygli á á jákvæðan hátt og löglegan hátt.

Hver (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 00:28

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eva snúðu spurningu þinni við og spurðu hvort það sama eigi við um ykkur í Saving Iceland og  þetta sem þú "sleggjar" fram? Rökræður hvað?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2008 kl. 00:35

15 identicon

Axel útúrsnúningar eru ekki rök.

Hver: Beinar aðgerðir hafa verið notaðar sem baráttuaðferð í öllum helstu réttlætismálum sögunnar. Má þar nefna kvennabaráttuna, verkalýðsbaráttuna, sjálfstæðisbaráttu ýmissa þjóða og andóf gegn þrælahaldi og aðskilnaðarstefnu. Við álítum að beinar aðgerðir séu nauðsynlegt innlegg í baráttuna gegn náttúruspjöllum, enda hefur sýnt sig að vægari aðgerðir (sem við beitum vissulega líka) duga ekki til að halda umræðunni vakandi. Það hefur okkur þó tekist og þar er árangurinn. 

Á sama hátt og þeir sem hafa barist fyrir mannréttindum í gegnum tíðina, eru til umhverfissinnar sem eru tilbúnir til að taka áhættu fyrir hugsjónir sínar. Ég álít það ekkert óeðlilegra ástand að sitja í lögreglubíl en að vinna fyrir fyrirtæki sem níðist bæði á náttúrunni og fólki, án þess að leiða einu sinni hugann að því.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 00:51

16 Smámynd: Sigurjón

Ef ég væri einhver, eða náskyldur einhverjum sem hefur tekið þátt í baráttu fyrir mannréttindum eða sjálfstæði sínu, myndi ég verða bálreiður yfir því að þú líkir því saman við þessa náttúruverndarbaráttu!  Að berjast fyrir kosningarétti, verkfallsrétti, betri launakjörum og ekki sízt að berjast gegn mannréttindabrotum, eru svo sannarlega göfugri málstaðir en þessi málstaður forréttindafólks sem heimtar að náttúran verði áfram eins og hún var, þegar það hentar þeim.

Ef gufuaflsvirkjanir á Hellisheiði eru helztu mál sem berjast á fyrir, er ekki mikill vandi í heiminum!

Sigurjón, 13.7.2008 kl. 01:32

17 Smámynd: Sigurjón

Ég hefði t.d. alveg verið til í að koma fyrir framan dómsmálaráðuneytið og krefjast þess að mál Paul Ramses yrði tekið fyrir, enda þar farið illa með fólk.  En ekki dytti mér í hug að berjast fyrir þessari endemis vitleysu!

Sigurjón, 13.7.2008 kl. 01:34

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta vistkvíðarugl verð ég að afgreiða sem grín, en ef svo er ekki er sjúkdómsvæðing óhamingjunnar komin út í hreina vitleysu.

Það er búið að gera börn og unglinga að dópistum með ofvirknis-, kvíðaröskunar, mótþróastreituröskunar- og hvað allt þetta heitir -lyfjum, fyrir það eitt að vera börn og unglingar, en ekki vélmenni og nú eru náttúruunnendur næstir.

Gunnar er þessi færsla þín kannski í boði Actavis?

Theódór Norðkvist, 13.7.2008 kl. 02:55

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir skemmtilegar athugaasemdir her. Eg er sammala Hver, sigurjoni,johanni ofl.

Andres, eg helt lika ađ tetta viskviđadaemi vaeri grin, en svo er vist ekki. Enda kemur tessi sjukdomsgreining heim og saman viđ tau sjukdomseinkenni sem koma fram hja sumu folki.

Annars er eg i Kroatiu nuna i sumarfrii og stalst bara her i netiđ i lobbyinu. :)

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.7.2008 kl. 13:41

20 identicon

Frábært orð hjá þér Gunnar.

Slæmt að þetta fólk, fái ekki útrás fyrir orku sína á einhvern uppbyggilegan hátt.

eins og t.d. að fara sem sjálfboðaliðar til flóttamanna í Afríku eða að hjálpa til við uppbygginguna í Kína, eftir jarðskjálftana þar.

Það er af nógu að taka.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 17:59

21 Smámynd: Hanna

Mikið væri nú áhugavert að sjá svar Evu við athugasemd Sigrúnar Jónu.

Hanna, 19.7.2008 kl. 09:33

22 identicon

Reyndar hafa margir Saving Iceland liðar tekið þátt í hjálparstarfi víða um heim, enda er umhverfisverndarbarátta og mannréttindabarátta samofin.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 11:42

23 identicon

"Reyndar hafa margir S.I. "

Er nú fyrst að sjá þetta núna.

Trúi ekki að þeir sem þar hafa komið að verki hafi vakið athygli á því í fjölmiðlum. Svo eru þeir fljótir að koma sér á framfæri ef um skemmdarverk er að ræða eða einhverjar fáránlegar uppákomur.

Svo ég mun kjósa að trúa ekki öllu sem ég les í commentinu hjá Evu hér á undan. Ekki fyrr en frekari staðfestin verður þar á.

Og þar meina ég í ljósvakamiðli og fjölmiðlum öðrum.  

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 15:36

24 identicon

Fjölmiðlar hafa maargoft birt viðtöl við fólk sem hefur tekið þátt í hjálparstarfi og mótmælaaðgerðir í öðrum löndum og er í dag þáttakendur í starfi Saving Iceland, þótt það hafi ekki gerst undir formerkjum SI. Ég kann ekki við að birta nafnalista opinberlega án samráðs við fólkið sjálft en ef þú hringir í mig skal ég gefa þér fjölda nafna.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:35

25 identicon

Auðvitað hringi ég ekki.

Trúi bara þegar þetta er orðin frétt í fjölmiðlum og hægt sé að sanna að um meðlimi Saving Iceland sé um að ræða.

Punktur og basta!!!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:56

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Greanpeace samtokin hafa stoku sinnum vakiđ athygli a malum sem eru verđ athugunar, s.s. geyslavirkum urgangi fra kjarnorkuverum, og er tađ vel. Eg hef engu ađ siđur skomm a teim samtokum af ymsum astaeđum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.7.2008 kl. 20:52

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tađ hljota ađ koma einhverntima fram samtok sem berjast fyrir mannuđar og umhverfismalum, sem mer hugnast. Eg trui ekki ođru.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.7.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband