Veðrið hefur verið heldur dapurt hér eystra undanfarið, en veðurspáin fyrir næstu daga er alveg geggjuð. Hitabylgja væntanleg um land allt, helst að Austfjarðaþokan gæta spillt því hér niðri á fjörðum en þá skellir maður sér bara upp í Hallormsstað um helgina. Það var rigning hér framan af degi en svo reif hann af sér og um kvöldmatarleitið var orðið heiðskýrt, logn og 16 stiga hiti.
Við hjónin skelltum okkur í göngu í hlíðinni fyrir ofan bæinn eftir grillið. Að sjálfsögðu var Dúfa með okkur, en ég hef aldrei verið eins duglegur að fá mér göngutúra á kvöldin, eftir að við fengum þessa elsku í lok apríl sl. Nóg er af fallegum gönguleiðum í kringum þorpið.
Við tókum Dúmbó, síamsköttinn okkar með, en hann eltir okkur oft þegar við löbbum að heiman en nú keyrðum við upp í hlíðina 2-3 km. en Dúmbó kallinn mjálmaði bara við bílinn og vildi ekki koma með okkur í gönguferðina þarna uppfrá. Við reiknuðum með að hann myndi rata heim og yrði farinn þegar við kæmum til baka, en hann beið okkar undir bílnum, klukkutíma síðar. Hann hefur aldrei verið hrifinn af því að ferðast í bíl en þegar ég opnaði afturhurðina, þá var hann fljótur að stökkva inn en það hefur hann aldrei gert áður sjálfviljugur.
Í einhverju "umhverfisblogginu" sem ég las nýlega var gert að umtalsefni að byggðar hefðu verið blokkir á Reyðarfirði í "Stalínískum stíl", eins og allar framkvæmdir eystra undanfarin misseri. Sjálfur bý ég og fjölskylda mín í blokkinni sem næst er á myndinni, og fáum ekki neina forræðistilfinningu vegna þess, nema síður sé. Nýja knattspyrnuhöllin er fyrir ofan blokkirnar.
Skógræktarfélag Reyðarfjarðar hefur plantað tugþúsundum trjáa í hlíðarnar fyrir ofan bæinn undanfarin ár og víða eru trén orðin yfir tvær mannhæðir.
Ekki veit ég hvernig þessi gamla rakstrarvél (múgavél?... eða er eitthvað annað nafn yfir þetta tæki?... endilega látið vita) komst þarna langt upp í hlíðina en þarna hafa aldrei verið tún.
Virkjanaframkvæmdir eru ekki nýjar af nálinni á Austurlandi. Á Reyðarfirði og Seyðisfirði eru einar elstu virkjanir og uppistöðulón landsins, byggðar um og fyrir 1930. Mikið var um dýrðir á Reyðarfirði þegar fyrstu rafljósin komu í bæinn á þeim tíma.
Búðaráin kemur úr Svínadal og þessi 20-30 m. hái foss, fyrir neðan stífluna rétt fyrir ofan bæinn er mikil prýði.
Svo rennur áin niður í þorpið í fallegu og djúpu gili. Í hvíta húsinu næst er Stríðsárasafnið sem ég bloggaði nýlega um. Rauðu braggarnir eru "Spítalakampurinn".
Aðrennslisgöngin í stöðvarhús Rafveitu Reyðarfjarðar eru í þessu röri. Aðeins minni en göngin frá Hálslóni við Kárahnjúka. Krani til að skrúfa fyrir
Við fundum þúfutittlingshreiður í barði við lítinn læk. Litla holan hægra megin, neðan við Dúfu.
Fjögur egg voru í hreiðrinu, vel falið í um 10 cm. djúpri holu.
Það er athyglisvert að skoða trén í hlíðinni. Sumstaðar er norðanstrengurinn greinilega öflugur á vetrum. Þarna liggur örmjór strengur en nokkrum metrum til hliðar ber ekkert á svona fyrirbærum. Þetta sér maður á stöku stað í fjallshlíðinni.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 5.7.2008 (breytt kl. 01:42) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
- ALLT SANN-KRISTIÐ FÓLK Í USA HLÝTUR AÐ FAGNA SVONA YFIRLÝSINGUM : "AÐEINS VERÐI TVÖ KYN VIÐURKENND Í KERFUNUM":
- Svikarar fólksins
- Passar hún?
- Blaðamaður skólar pólitískan froðusnakk
- Kristín Elfa Guðnadóttir kennari er fyrirmynd góðra kennara...eða!
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
Athugasemdir
Ofsalega eru þetta fallegar myndir.. og fyndin sú efsta.. þegar þú talaðir um Dúfudúskinn þá vissi ég að hún hlaut að vera á myndinni.. sem hún er.. svona felumynd.. "finnurðu-Dúfu"?-mynd.
PS. Aftur; æðislegar myndir. Austfirðirnir eru svo fallegir! Aðeins komið tvisvar austur á ævinni. En frá landafræði og þó ekki.. ef þið væruð í "bara-afleggjarinn-að-bænum"- færi frá ökuleiðinni Al(gerasni)Geirsborg-Skagafjörður þá myndi ég sko renna við og kynna mig um leið og ég spyrði hvort þið ættuð ekki kaffi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.7.2008 kl. 08:06
Mjög fallegt umhverfi og myndirnar eru stórkostlegar. Fyrir löngu síðan bjó ég í eitt ár í Fjarðarseli í Seyðisfirði. Ég hef nokkru sinnum komið austur á firði eftir það en aldrei stoppað neitt að ráði en vonandi stendur það til bóta.
Jóhann Elíasson, 5.7.2008 kl. 10:07
Ég fór í fyrrasumar um austfirðina og var gaman. Þetta er svo fallegt svæði.
Mig grunar að þetta sé ek. rakstrarvél. Ég á bágt með að sjá að þessi vél geti skilað heyinu í múga...
Kveðja austur úr höfuðborginni.
Sigurjón, 7.7.2008 kl. 03:00
Alltaf velkomin í kaffi Helga
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.7.2008 kl. 00:37
Alltaf fallegt fyrir austan. Þetta er gömul rakstrarvél sem Gísli heitinn í Bakkagerði hefur trúlega átt. Hann var með tún þarna í gamla daga.
Marinó Már Marinósson, 18.7.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.