Ég sagði það!

Mynd 453001 Andstæðingar stóriðjuframkvæmda hrópa og kalla þessa dagana; Sko!, við sögðum að Kárahnjúkadæmið og álverið á Reyðarfirði myndu valda ástandinu sem við búum við í dag!.

Ég hef reynt að benda á það hér á blogginu mínu nú í nokkur ár, að þó stórframkvæmdir séu vissulega þensluhvetjandi, þá er aðal ástæða þenslunnar, sú sem fram kemur í fréttinni sem þetta blogg er viðtengt. Sjöfalt meira fjármagni var dælt út í hagkerfið við íbúðalánabreytinguna sem Framsóknarflokkurinn gerði að skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi árið 2003 heldur en heildarumsvif framkvæmdanna fyrir austan hefur gert. Þ.e. 1.400 miljarðar á móti 200 miljörðum.

Gengisfallið undanfarna mánuði og ástandið á fjármálamörkuðum heimsins, hefur hins vegar ekkert með þessar framkvæmdir að gera, né verðbólguskotið, eins og öfgasinnað umhverfisverndarfólk virðist halda fram.

Eigum við að ræða það eitthvað frekar eða....?


mbl.is Stjórnvöld breyti aðkomu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband