Hver verður áherslan?

Þema tónleika Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum er náttúran, en hvar verður áherslupunkturinn? Verður dregin upp dökk mynd af íslenskum stjórnvöldum og náttúruraski á Íslandi mótmælt? Eða verður það bara náttúran almennt, sem vakin verður athygli á?

Eru þetta pólitískir áróðurstónleikar "Vinstri Elítunnar", eða bara húmanískur gjörningur listamanna, sem vilja láta gott af sér leiða? E.t.v. blanda af hvoru tveggju.

bjork


mbl.is Náttúra í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Gunnar.

Ég geri ráð fyrir að þar sé eingöngu á ferðinni ábending fólks á hvað náttura ísland s sé mikilföngleg.Ábending á að ýmsu fólki sárnar að fórna heilu og hálfu nátturuperlum hérlendis fyrir iðnað sem eru verður eingöngu áliðnaður eða járnblendi í framtíðinni einfaldlega vegna þess að það eru þau einu fyrirtæki sem þurfa á svo mikillri orku að halda. Allaveganna tel ég það er engin dýr nauðsin hjá okkur að sökkva gríðarlegu magni af nátturuperlum sem munu ekki gefa nema í heildina séð um tvö til þrjúþúsund störf.  Hérlendis lýður engin matarskort og fólk er almennt vel menntað og þar að leiðandi er engin nauðsin að sökkva landinu okkar fyrir iðnfyrirtæki sem mörg hver eru samkvæmt mínum heimildum "VAFASÖM".

Brynjar Jóhannsson, 27.6.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Ég tek undir með Brynjari, þetta er heldur veikt skot á gott málefni.

Benjamín Plaggenborg, 27.6.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þessi tvö komment eru gull sem ég ætla að vista og varðveita á mínum blúndulegasta "harðadiski" fyrir mínar eigin blondínur í þráðbeinan kvenlegg... just to make a point.  About men, ofcourse. Aww

Ég vissi að það hlyti að vera ástæða fyrir því að við elskuðum ykkur (svona mikið).. fyrir utan það augljósa, augljóslega.  Þið eruð einfaldlega fyndnir!  

(((Það finnast blessunarlega undantekningar á einfaldleikanum, en ég vil ekki flækja málin þegar ekki er meira í húfi - og ég rétt að byrja að andskotast af alefli og heilindum aftur eftir að hafa hlíft þér við Helguhrekkjum og halelújum hinna rétt á meðan þú varst að ná (og brillera í-)  inntökuprófinu í H-skólann.  )))

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2008 kl. 08:42

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Heres JohnnyHere´s Johnny! He should be hiding, Helga´s back!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.. takk Helga

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.6.2008 kl. 11:41

6 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta er afleiðing af upplausn í trúmálum. Huldutrúin hefur tekið við. Trúin á heilagleika landsins, guð í landinu og náttúrunni. Til að dæmið gangi upp þarf að ljúga að sér að náttúran sé óspillt, sem hún er ekki. Huldutrú, hin nýja trú.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 29.6.2008 kl. 03:15

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já Sigurgeir, stokkar og steinar, ekkert er nýtt undir sólinni

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.6.2008 kl. 03:48

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessir "kaffihúsanáttúruverndarsinnar" í 101 tröllríða öllu og svo má ekki gagnrýna neitt sem þetta "latté" lepjandi lið segir eða gerir, því þá verður allt vitlaust.  En þetta lið álítur að það sé allt í lagi að "drulla" og "hrauna" yfir aðra.

Jóhann Elíasson, 30.6.2008 kl. 09:09

9 Smámynd: Valur Hafsteinsson

"húmanískur gjörningur listamanna, sem vilja láta gott af sér leiða?"

Búinn að lesa þessa setningu nokkrum sinnum og ég einfaldlega fæ hana ekki til að passa. Er það að láta gott að sér leiða að standa upp á sviði og tala eða syngja eða eitthvað allt annað? Þarf einstaklingurinn ekki að gera eitthvað meira til að þessi setning passi?

Valur Hafsteinsson, 30.6.2008 kl. 20:15

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tja.... yfirskrift tónleikana og þema var "Náttúran". Ég efast ekki um að einhverjir þeirra listamanna sem fram komu þarna, séu "venjulegt" fólk sem vill vernda náttúruna og trúir því að það sjái allar liðar á málunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband