Smjör drýpur af hverju strái

Loksins er ég kominn heim eftir rúmlega 3gja vikna útilegu í höfuðborginni. Skólinn var búinn á hádegi á þriðjudag og upphaflega planið var að keyra beint austur, en ég hafði sofið full lítið undanfarnar tvær nætur og leist ekki á 8 tíma keyrslu í þannig ásigkomulagi. Ég ákvað því að taka það rólega og leggja í hann eftir útsofelsi daginn eftir.

Eftir að hafa sofnað strax eftir skóla á þriðjudag í nokkra tíma og aftur á kristilegum tíma um kvöldið, var ég vaknaður kl. 02.30 á ný, að mér fannst útsofinn. Ég lagði af stað austur tæplega klukkutíma síðar í blíðskapar veðri.

013

Hekla skartar sínu fegursta kl. rúmlega 4 að morgni, í björtustu viku ársins, 25. júní.

 Ég fór suðurleiðina austur en það er álíka langt að fara norður fyrir til Reyðarfjarðar, um 700 km. en suðurleiðin er fljótfarnari, sérstaklega að nóttu.

018 (2)

Leiðin frá Seljalandsfossi að Vík í Mýrdal hefur mér alltaf þótt afskaplega falleg. Smjör drýpur þar af hverju strái og það er greinilegt að þetta svæði er hið hlýjasta á landsvísu. Sumarið er u.þ.b. 3 vikum lengra þarna en á Austurlandi.

019 (2)

Foss á Síðu er eitt allra fallegasta bæjarstæði landsins. Þaðan á ég forfeður frá 18. öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband