Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna bendir Alþingismönnum á að lesa skýrslu sem Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu lét gera. Samkvæmt þessari ábendingu Condólísu, þá má ætla að Alþingi hafi bara verið að bulla. Hvar er annars hægt að nálgast þessa skýrslu?
Oft hef ég séð í fréttum hrikalegar frásagnir þeirra fanga sem hafa verið í haldi í fangabúðunum við Guantánamoflóa á Kúbu, m.a. viðtöl við fyrrv. fanga sem sýnd hafa verið í 60 minutes, bandaríska fréttaskýringaþættinum. Sá þáttur er reyndar fyrirmynd hins íslenska "Kompáss-þáttar" Stöðvar tvö og ef vinnubrögðin eru eitthvað svipuð hjá þessum systraþáttum, þá minnkar trúverðugleikinn reyndar svolítið.
Rice tók ásakanir um mannréttindabrot óstinnt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.5.2008 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Samkeppni við Kína skapar vanda fyrir fatageirann í Bangladess
- Pæling I
- Þóra þegir, Þórður Snær kvartar undan skipstjóranum
- Kínverska leyndin er ekki gagnleg
- Trump sjálfum sér líkur
- Eyjólfur fékk ráðherrastól
- Bæn dagsins...
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
Athugasemdir
Ein frásögnin var á þann veg að einlægur aðdáandi Bush réði sig sem fangavörð á Guantanamo og leit að það sem framlag sitt í "baráttunni gegn hryðjuverkum" og kom til baka sem grænmeti. Nokkru síðar lak sagan út fyrir tilstuðlan ættingja hans: Fangelsisyfirvöld léku þann leik að láta fangaverði blanda sér í hóp fanga það slys henti að fangaverðir sem voru að leysa af vissu ekki af þessum trygga áhanganda Bush og létu höggin dynja á honum með þessum afleiðingum. Málið komst síðan upp fyrir slysni.
Sigurður Þórðarson, 30.5.2008 kl. 21:11
Er þetta nú ekki bara kjaftasaga?
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 22:38
Þú ert leiðinlegur maður Gunnar
Snorri (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 23:54
Það er spurning hvenær frásögn er kjaftasaga eða það sem kallast "pottþéttar sannanir". Halldór Ásgrímsson fullyrti margsinnis að hann hafi séð "pottþéttar sannanir" fyrir því að Írakar ættu gereyðingavopnabúr sem allri heimsbyggð stafaði bráð hætta af.
Nokkru eftir innrás Bandaríkjanna og Íslands í Írak duttu íslenskir varðskipsguttar um gamlar ryðgaðar sprengjur í Írak. Þeir sögðu þetta vera stórhættuleg gereyðingavopn. Þá sagði Halldór og var slegið upp sem forsíðufrétt í íslenskum dagblöðum:
"Ég vissi ALLTAF að þarna væru gereyðingavopn. Þetta er heimssögulegur viðburður!"
Síðar kom í ljós að þetta voru ónýtar bandarískar sinnepstúpur sem Bandaríkin höfðu gefið Saddam Hussein í upphafi Írak-Íran stríðsins.
1. maí 2003 gaf Georg W. Brúskur út yfirlýsingu þess efnis að stríðinu í Írak væri lokið. Þar ríkti nú friður og við tæki uppbygging.
Fréttaskýrendur, meðal annars íslenskir, og mannréttindastofnanir héldu þvert á móti fram að í Írak væri allt í upplausn og þar ríkti í raun borgarastyrjöld.
Davíð Oddsson fullyrti að það væri rugl. Hann hefði öruggar heimildir fyrir því að í 695 af 700 héröðum í Írak væri fullkomin friðsæld. Í þessum 5 þar sem ekki væri fullkominn friður væri ekki stríð heldur smávægilegur órói, einskonar heimilisófriður.
Bandarísk yfirvöld hafa frá fyrstu dögum innrásarinnar í Afganistan og Írak þrætt fyrir vonda meðferð á föngum, þrætt fyrir fangaflug og leynifangelsi. Þau hafa haldið áfram að þræta eftir að sannanir um hið gagnstæða hafa hlaðist upp.
Bandarísk yfirvöld komast upp með að ljúga og falsa gögn. Stundum. En ekki alltaf.
Jens Guð, 31.5.2008 kl. 03:33
Þú ert leiðinlegur maður Snorri.
Sigurjón, 31.5.2008 kl. 06:31
Jens, Halldór lét blekkjast eins og margir fleiri og það virtist þungu fargi af honum létt þegar "varðskipsguttarnir" duttu um þessar gömlu sprengjur. Þar með fannst honum réttlætingin fundin.
Samkvæmt "vörutalningu" vestrænna ríkja (ekki bara Bandaríkjamanna) þá áttu Írakar helling af gereyðingarvopnum og þeim bar að gera grein fyrir því, að kröfu Sameinuðu þjóðanna, hvað af þeim varð en því neituðu þeir að gera heldur sögðu bara að þeir hefðu eytt vopnunum, punktur. Þar sem þeir gátu ekki sannað hvernig þeir gerðu það, þá er ekki ólíklegt að þessi vopn séu til einhvers staðar.
Það sem þú segir um Davíð Jens, þá er þetta nú krítað svolítið liðugt hjá þér. Hann gerði ekki lítið úr ófriðnum þar sem hann er, en er það ekki rétt hjá honum að ófriðurinn sé bundin við þessi héruð?
Það er eitt sem almenningur verður að átta sig á, en það er að tilgangur Bandaríkjamanna með leynifangelsum, grimmilegum yfirheyrslum o.þ.h. er ekki að vera vondu gæjarnir. Tilgangurinn er að uppræta hryðjuverkaógnina sem frá snargeggjuðum öfga-íslamistum kemur. Þó við samþykkjum ekki aðferðir Bandaríkjamanna þá þyggjum við örugglega öryggið og friðinn. Vandamálið með Kanann hefur alltaf verið að hann skýtur fyrst og spyr svo. Það er aðferð sem Evrópubúum hugnast ekki.
Svo eru auðvitað þetta með að ljúga og falsa gögn. Það gera allir, Evrópumenn líka, ef þeir halda að þeir komist upp með það og hafa einhverra verulegra hagsmuna að gæta. Ég held að Kaninn skeri sig ekki úr hvað það varðar. En hann sker sig e.t.v. úr með það að eiga mikilla hagsmuna að gæta, nánast allsstaðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2008 kl. 11:56
Kjaftasaga? Þetta er nú eitt af málunum sem 60 mínútur hafa tekið fyrir. Maðurinn er algjört grænmeti og ekki til frásagnar um eitt né neitt. Málið komst upp fyrir slysni þegar ættingjar hans fóru að spyrjast fyrir en fengu loðin svör. Að lokum þurfi fyrrverand starfsmaður að létta á samviskunni.
Sigurður Þórðarson, 31.5.2008 kl. 12:06
Gunnar, það hefur einmitt fengist staðfest að bandarík stjórnvöld fölsuðu gögn og blekktu almenning viljandi.
Sigurður Þórðarson, 31.5.2008 kl. 12:11
Ég efast ekki um að bandarísk stjórnvöld hafi gert það Sigurður.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2008 kl. 13:58
Eða réttara sagt að aðilar innan bandaríska stjórnkerfisins hafi gert það. Ég hygg að margir bandarískir stjórnmálamenn hafi verið meðal hinn blekktu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.5.2008 kl. 13:59
Þetta kemur heim og saman við þessar heimildir sem ég hef í huga. Það var fyrrum blaðafulltrúi Hvíta hússins sem gerði þessa játningu. Reyndar minnist ég þess, merkilegt nokk, ekki að hafa séð þetta í íslenskum fjölmiðlum.
Sigurður Þórðarson, 1.6.2008 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.