Við útskriftarnemarnir í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði fórum til Þýskalands og Ítalíu í apríl 1988. Fyrst vorum við í Freiburg í S-Þýskalandi í nokkra daga og svo tókum við lest til Flórens. Flórens er stórkostlegur staður að koma til og andi menningarinnar frá dögum Medicci ættarinnar svífur þar yfir vötnum. Michel Angelo er auðvitað frægasta nafnið sem kemur upp í hugann enda er hann höfundur frægustu listaverka veraldarinnar. Aldrei hefur höggmynd haft eins mikil áhrif á mig og "Davíð". Ég stóð fyrir framan þessa ca. fjögurra metra háu marmarastyttu orðlaus af undrun. Ljósmynd segir ekki þúsund orð, þegar Davíð er annars vegar. Maður verður að sjá hana "Live".
Við skruppum með lest yfir til Pisa til þess að skoða skakka turninn.
Mig minnir að árið sem við vorum þarna hafi verið síðasta árið sem hann var opinn almenningi, svona skakkur. Aðgangur almennings að honum var bannaður af öryggisástæðum í þó nokkuð mörg ár og ég glennti alltaf upp augun þegar ég sá fréttir af gangi mála við að stöðva hallann.
Mér er mjög minnistætt þegar við skólasystkinin gengum upp spíral-laga steintröppurnar inni í turninum.... helv. mörg þrep og á toppi turnsins fékk maður sterklega á tilfinninguna að turninn væri alveg að falla. Og mig grunaði þegar ég kíkti út af járnhandriðinu, sem manni fannst reyndar vera skelfilega veigalítil, að þungi minn væri einmitt kílóin sem vantaði í viðbót, svo hann félli. Ég hefði ekki viljað missa af honum svona skökkum.
Hvað er varið í "skakka" turninn, standandi beint upp í loftið?
Þráðbeini turninn í Písa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 946219
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan gamalli helstefnumenningu? Þetta er tízkubóla og annað ekki
- Var Íslandi hótað?
- Sjálfstraust Pæling III-IV
- Þegar Elítujón veit að Almúgajón er "hugur slökkt"
- Endurreisn ómennskunnar !
- Sjálfstraust Pæling II
- Skírn og ferming
- Leyndardómur Parísarsamningsins
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Blanda og blekkingar - Ætla stjórnmálamenn einu sinni enn að fara að hörfa undan íþróttafélaginu og fjárfestunum, víxlurunum?
Athugasemdir
Hvað er varið í "skakka" turninn, standandi beint upp í loftið?
Well, I could think of a thing or two...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.5.2008 kl. 20:34
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.