Svindlað í skoðanakönnun

Ég hef verið með skoðanakönnun undanfarið og um daginn sá ég að svindlað hafði verið í henni... ótrúlegt að einhver skuli nenna því! Ég tók eftir þessu fyrir nokkrum dögum síðan. Allt í einu höfðu 40 bæst við í könnuninni og öll atkvæðin farið á Ásmund Arnarsson þjálfara Fjölnis. Greinilega einhverjum illa við hann, en hann hafði aðeins fengið 1 eða 2 atkvæði áður. Mjög auðvelt en samt svolítið tímafrekt er að svindla á svona blogg-könnunum á Mbl. Ég reikna með að þetta hafi verið einhver krakkabjáni sem hefur gert þetta.

"Sigurvegari" Joyful könnunarinnar er greinilega Logi Ólafsson, KR. Ég stend hins vegar áfram fast á því að Ólafur Kristjánsson fjúki fyrstur. Annars varð niðurstaðan þessi:

Hvaða þjálfari í efstu deild fær fyrstur að fjúka?
Ólafur Kristjánsson, Breiðablik 6.2%
Heimir Guðjónsson, FH 0.8%
Ásmundur Arnarsson, Fjölni 17.8%
Þorvaldur Örlygsson, Fram 2.3%
Leifur Garðarsson, Fylki 18.6%
Milan Stefán Jankovic, Grindavík 6.6%
Gunnar Guðmundsson, HK 5.4%
Guðjón Þórðarson, ÍA 1.2%
Kristján Guðmundsson, ÍBK 0.8%
Logi Ólafsson, KR 29.5%
Willum Þór Þórsson, Val 7.8%
Gunnar Oddsson, Þrótti 3.1%
258 hafa svarað
Ný skoðanakönnun hér til hliðar!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband