Norðmenn eru ríkastir allra þjóða en þrátt fyrir það eru skattar háir og ýmislegt gert til þess að að kroppa fé af almenningi, t.d. eru vegatollar nokkuð víða í Noregi.
Ég tók eftir því um daginn, í umræðuþætti forsætisráðherra Norðurlandanna, að sósíaldemókratinn Stoltenberg, réttlætti háa skattaprósentu í Noregi því þeir stæðu undir undir velferðarkerfinu. Hann sagði stoltur frá því að kratar og háir skattar fylgust að. Á Íslandi er skattprósentan lág og ekki er velferðarkerfið síðra hér. Reyndar hafa vinstrimenn hér kvartað undan því að skattar hafi aukist og hvergi meira en hér á undanförnum árum. Ef það er raunin, afhverju taka sósíaldemókratar í Noregi ekki upp íslensku aðferðina, ef þeir eru svona hrifnir af háum sköttum? Hækka bara skattana með því að lækka þá! Málið leyst!
![]() |
Gríðarlegur hagnaður hjá StatoilHydro |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.5.2008 (breytt kl. 16:22) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 946782
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tvískinnungur í tollatali
- Mannréttindi eins hóps hefur alltaf áhrif á annan hóp
- Stundir sannleikans renna upp
- Orkupakkar og okurverð
- Hefðum fengið 20% toll
- Tollar eða fríverslun - hvort er betra?
- ESB-draumurinn úti?
- 10% Trump-tollur og 100% Kristrúnarskattur
- Er fréttastofa RÚV meðvituð um að 2 Bandarísk flugmóðuskip eru á leiðinni að mið-austurlöndum / Rauðahafi til að slá á puttana á Hútum, sem að hafa verið að ráðast á skip á því svæði?
- Verði ljós
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Fólk
- Nældi sér í annan ungan körfuboltamann
- Grenntist með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja
- Íslensk sjónvarpssería á Cannes Series-hátíðinni
- Katrín Tanja syrgir hundinn Theo
- Meðal þeirra bestu á níunda og tíunda áratugnum
- Val Kilmer látinn
- Útdeildi eiturlyfjum til stjarnanna
- Ekki tilkynnt um meiðsli í árekstrinum
- Suður-kóreska stjarnan Kim Soo-hyun neitar ásökunum
- Myndskeið: Katrín sló persónulegt met
Athugasemdir
Ef að eingöngu er horft á tekjuskatta erum við lægri heldur en norðmenn og danir en á móti kemur að við erum með alls konar aðra skatta sem verða til þess að Ísland fer vel upp fyrir þessar þjóðir. Stjórnvöld hérna hafa einmitt viljað horfa bara í tekjuskattinn þegar að talað er um lága skatta hér en það er bara hálfur sannleikur. Hátt verðlag kemur til af háum tollum og sköttum. Olíuverð er hátt skattað hér. Þú borgar skatt af vöxtunum þínum. Erfðaskattur hérna er fáránlegur. Síðan eru alls konar nefskattar sem koma til eins og til dæmis fyrir RÚV.
Þetta er ástæðan fyrir því að Ísland er dýrasta land í heimi og alls enginn skattaparadís. Það er jú ástæða fyrir því að fólk sækir til norðurlandanna þrátt fyrir hærri tekjuskatt þar. Það er nefnilega annað sem kemur til en tekjuskatturinn sem segir bara hálfa sögunna.
Pétur Kristinsson, 13.5.2008 kl. 17:03
Olíuskattar eru lægri hér en víðast annarsstaðar. Tollar svipaðir, sumir lægri, sumir hærri. Skattar af vöxtum (fjármagnstekjuskattur) er mun lægri hér en nánast allstaðar annarsstaðr eða 10%. Sumir vilja hafa sömu skattprósentu á hann og laun.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2008 kl. 17:23
En samt dýrasta land í heimi. Ef að skattar og tollar eru lægri hér en annarsstaðar hvaða skýringu hefur þú á því? Af hverju er þá ungt fólk að leita til þessara landa með "hærri" skatta?
Pétur Kristinsson, 13.5.2008 kl. 17:29
Matvæli og áfengi, flutningskostnaður, álagning smásalans í sumum tilfellum og nú síðast lágt gengi krónunnar, gerir land okkar skelfilega dýrt. Og tollar í sumum tilfellum, sérstaklega á vörur sem eru reiknaðar inn í vísitölu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.5.2008 kl. 18:17
En Ísland var dýrasta land í heimi meðan að gengi krónunnar var hátt líka þannig að þessi rök falla um sig sjálf. Af einhverjum ástæðum er flutningskostnaður ekki eins hár og í færeyjum og í grænlandi þannig að maður getur ekki keypt þessa skýringu. Það er eitthvað annað að hérna á Íslandi. Kannski eru það stjórnvöld, maður spyr sig sem sjálfstæðismaður vegna þess að kannski eru ítök markaðsaflanna alltof sterk inní flokkinn sem gerir það að verkum að ekkert er gert gagnvart neytandanum vegna þess að fjármagnseigendurnir í flokknum vilja ekkert gera í þessum málum. Kannski samsæriskenning en andskoti líkleg því að fátt annað skýrir aðgerðarleysi yfirvalda.
Pétur Kristinsson, 13.5.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.