Mikill halelúja kór gerir athugasemdir á blogsíðu Láru Hönnu. Mikið ef hún verður ekki tekin í dyrlingatölu af náttúruverndarsinnum. Skiptir þá engu hvort fullyrt er hitt og þetta sem ekki stenst nánari skoðun.
Áróðursspjald með myndum af hverum og fallegum litríkum jarðmyndunum í lækjargiljum upp af Reykjadal fyrir ofan Hveragerði á að vera öflugt útspil til þess að sýna hvað verið er að eyðileggja. Þegar ég fór að gagnrýna á bloggi hennar þennan áróður og benda á að þetta svæði hverfur ekki, hverirnir verða þarna áfram, virkjunin sést ekki frá þessum stöðum o.s.frv., þá var mér svarað með ýmsum miður skemmtilegum aðdróttunum. Ég á að vera handbendi álfyrirtækja og fá jafnvel greitt fyrir, æ, ég nenni nú ekki einu sinni að telja upp allan óhróðurinn sem ég fékk yfir mig.
Að lokum var það hávaðinn frá virkjuninni sem var aðal málið ásamt því að brennisteinsvetni yrði spúð yfir allan Reykjanesskagann með tilheyrandi eitrunaráhrifum á íbúana. Ég veit svo sem ekkert um það hversu mikill hávaði verður þarna niður frá, en það hlýtur að vera hægt að reikna það út. Ekki virðast andstæðingar virkjunarinnar hafa gert það, heldur segja bara að hann verði óbærilegur. Og um brennisteinsvetnið er það að segja að vissulega hefur það aukist á höfuðborgarsvæðinu eftir tilkomu Nesjavallavirkjunar, Svartsengis og nú síðast Hellisheiðarvirkjunar, en er þó langt undir alþjóðlegum hættumörkum.
"Í miklum styrk er brennisteinsvetni skaðlegt heilsu. Það eru helst augu, lungu og öndunarvegur sem eru viðkvæm. Lægsti styrkur sem talinn er valda skaða er u.þ.b. 15 000 míkrógrömm í rúmmetra en það er meira en 100 sinnum yfir þeim styrk sem mest hefur mælst hefur í Reykjavík". ( Umhverfisstofnun )
"Heilsuverndarviðmið WHO eru 150 míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali á sólarhring. Það sést að þó aukningin sé mikil í Reykjavík, eru hæstu toppar ekki nema um þriðjungur af viðmiðun WHO". (Umhverfisstofnun)
Af fenginni reynslu af ýkjuáróðri náttúruverndarsinna þá er ég ekki tilbúin að kokgleypa ágiskanir þeirra um umhverfisáhrif. En ef þeim finnst svæðið ónýtt af því einhversstaðar í fjarska heyrist ómur af gufublæstri eða af því þeir finna brennisteinslykt við viss veðurskilyrði, þá verður þeim bara að finnast það.
Um smekk verður ekki deilt.
Berst gegn Bitruvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: stóriðja og virkjanir | 10.5.2008 (breytt kl. 23:21) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Stjórnmálaleiðtogar ydda blýanta fyrir komandi friðarviðræður
- Álfabakkahúsið er minnisvarði
- Væri fólkið á Sauðárkróki opið fyrir því að hitta 100% mennska gesti frá öðrum stjörnukerfum Y/N?
- Munu heilbrigðisstarfsmenn stíga fram (á aldrei von á kennurum, sem sýnir aumingjagang stéttarinnar)
- Róm þá, Ísland nú?
- Hvað eru landsmenn og þeirra fyrirtæki að kalla á mikla RAFMAGNS-ORKU í dag og hver mun verða þörfin inn í framtíðina?
- Heimsbyggð á leið í þrot.
- Pólitískt mjög dýr fórnarkostnaður Framsóknar við borgarstjórastól Einars
- Kristrún, Dagur og staða Þórðar Snæs
- Er verið að eyðileggja borgina?
Athugasemdir
Þú ert nú algjör dúllurass, Gunnar.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.5.2008 kl. 23:29
Gunnar: brennisteinsvetni er ekki ný til komið en aukning þess að undanförnu á höfuðborgarsvæðinu er ekkert grín, án gríns það er skaðlegt, deila má um hve skaðlegt það er en ekki er deilt um skaðsemi við ákveðin skilyrði, Kaliforníufylki í bandaríkjunum er eitt af fáum ríkjum sem sett hefur þak á brenisteinsfnkin og ef eitthvað er að marka Ómar nokkurn Ragnarsson þá hefur magn þess farið nokkrum tugum sinnum yfir mörk sem þar eru set Í Reykjavík, svo ekki má setja alla gagnrýni í sama pott, að skoða málin er ekki endilega gagnrýni ég vil skoða öll mál til hlítar, þessi fnykur var sárasjaldan hér í borginni í mínu ungdæmi, en er orðin nokkuð algengur í dag, ég vil vita hvers vegna og hvort hann er hættulegur, og hvort ekki er hægt að takmarka hann, ég er ósammála Láru nokkurri um að banna eigi virkjun á Bitruhálsi, en ég er sammála henni um að málið sé kannað til hlítar með tilliti til allra þátta sem líta að heilsu manna fyrst og síðan að vellíðan og fegurðarskini fjöldans síðar, hvorugt má sniðganga.
Magnús Jónsson, 11.5.2008 kl. 00:16
Ég get auðvitað ekki verið ósammála því að rannsaka þurfi þessa hluti vel, en að benda á einhverja einstaka staði sem skera sig úr hvað varðar mörkin á því hversu mikil mengun má vera, er ekki sönnun fyrir því að mörkin megi ekki vera hærri. Mörk WHO eru hærri, er þá ekki alveg eins hægt að segja að ÞAÐ sé sönnun fyrir því að allt sé í lagi hér?
Það sem ég deili á er fyrst og fremst hvernig ágiskunum er slengt fram sem staðreyndum. Það er ekki þannig að ég sé að meta þetta sjálfur heldur er þetta mat vísindamanna. Þeir eru ekki alltaf sammála og ég reyni bara að meta fyrir mig hvað er trúverðugast.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 01:06
Þetta er bara "týpískt" fyrir vinnubrögðin hjá þessum " Náttúruverndar-Ayatollum".
Jóhann Elíasson, 11.5.2008 kl. 09:36
Gunnar, þú ert með náttúruverndarfólk á heilanum. Sífellt að ásaka okkur um bull og ýkjur, öfgar og falskan áróður. Hins vegar virðist þú alls ekki meðtaka það sem skrifað er, t.d. þar sem ég útskýrði fyrir þér hávaða frá fyrirhugaðri virkjun. Álit sérfræðinga eru léttvæg að þínu mati ef þau eru þér ekki að skapi.
Sjálfur ertu haldinn þeirri alvarlegu ranghugmynd að þú talir fyrir munn stórs meirihluta þjóðarinnar. Þess vegna hikar þú ekki við að drita yfir bloggsíður annars fólks, jafnvel 26 athugasemdir við eina færslu! Þú talar einungis fyrir munn þíns sjálfs, eða ertu búinn að stofna samtök ásamt einhverjum fleiri öfgamönnum gegn náttúruverndarfólki?
Sigurður Hrellir, 11.5.2008 kl. 10:13
Sjálfsagt hafa menn mismunandi skoðanir og mismunandi smekk! En það er alveg ljóst að virkjunin kemur til með að sjást vel frá þessum helstu gönguleiðum, það er staðreynd ekki smekkur!
Petra Mazetti (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 12:17
Það sem er erfiðast í náttúrverndarumræðunni er að þar lætur fólk tilfinningar ráða ferðinni en ekki skynsemi og sú umræða endar alltaf í ógöngum
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 13:53
Ég er ekki með neitt fólk á heilanum Sigurður. Ég er hins vegar áhugamaður um skynsamlega nýtingu náttúrunnar ásamt meirihluta þjóðarinnar.
Ég geri athugasemdir á bloggsíðum fólks sem mótmælir framkvæmdum og notar vafasaman áróður til þess til að fá annað fólk í lið með sér í andstöðu sína. Slíkt kallast ekki að "drita yfir fólk". Það hefur hins vegar verið "drullað" yfir mig og mína persónu fyrir að benda á atriði í verndunarsjónarmiðunum, sem eru í besta falli hæpin og villandi fyrir almenning sem ekki hafa kynnt sér málin hlutlaust. Almenningur hefur samt vald í umhverfismálum þegar öllu er á botnin hvolft, þó öfgakenndir náttúruverndarsinnar haldi því fram að farið sé gegn vilja almennings. Það er einfaldlega eitt af bullinu sem frá þeim kemur.
Ég sé að þú heldur til haga fjölda athugasemda hjá mér, gott hjá þér! Einhver verður að andæfa þessum öfgum. Þó það kosti mig persónulegt níð, þá verður það bara svo að vera.
Þú talar um að álit sérfræðinga séu léttvæg fundin. Það fer nú eftir því hvaða "sérfræðinga" þú ert að tala um. Það er nú þannig að ég dreg ekki afstöðu mína upp úr einhverjum galdrahatti, né nota ég ímyndunarafl mitt til að komast að niðurstöðu. Stundum eru vísindamenn og sérfræðingar ósammála og það eina sem ég get gert er að vega og meta hvað mér finnst trúverðugast.
Fræðingar sem náttúruverndarsinnar kjósa að vitna í hafa oftar en ekki orðið berir að því að beita óvísindalegum rökum og ef eitthvað er ekki 100% öruggt þá túlka þeir það sem sönnun að þeir hafi rétt fyrir sér. Ég gútera ekki svoleiðis vinnubrögð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 13:58
Það er eitt atriði sem "sérfræðingar" hafa bent á um fjölgun á asmatilfellum, sem ekki virðist vera tekið tillit til. Við þau vissu veðurskilyrði þegar toppum er náð í brennisteinsvetni í andrúmsloftinu, þá er einnig sambærileg aukning á öðrum óhreinum lofttegundum, t.d. svifryki vegna bílaumferðar. Þess vegna er það alls óvíst hve stóran þátt brennissteinsvetnið eitt og sér á í aukningu asmatilfellanna.
Það er spurning hvort ekki mætti reyna að sporna gegn svifrykinu, t.d. með því að banna nagladekk á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef grun um að svirykið sé aðal skaðvaldurinn gagnvart lungnasjúklingum. Það er reyndar hrein ágiskun hjá mér, leikmanninum. En hún er ekki verri en ágiskunin um að brennisteinsvetninu sé einu um að kenna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 14:57
Ég er ekki fróð um hve mikið mældist af brennisteinsvetni í Hveragerði þegar ég var þar á ferð í bernsku og æsku. Fnykurinn var samt eftirminninlegur. Svo mjög að þegar ég fór í Garðyrkjuskólann, þá var það minningar um fnykinn, sem helst héldu aftur af mér.
Ekki man ég að jafnaldrar mínir eða þeir sem ég þekkti og höfðu búið lengi þarna, væru astmaveikari eða heilsulausari en aðrir Íslendingar. Og ekki fékk ég neina öndunarerfiðleika í dvöl minni á skólanum.
Jú, ég merki aðeins meiri mengun af þessu lofti núna en áður en ég flutti norður. En það er ekki nefið eða lungun sem verða þess vör, heldur silfurskartið mitt, sem sest fyrr á núna, en fyrir 45 árum.
Og umhverfismengun?
Ja, en líka vegur þangað, sem mig hefði ekki dreymt um að geta komist til, gangandi.
Mér er það líka einhvers virði. fyrir utan að fá heita vatnið og rafmagn.
Ætli yrði ekki söngur í Landanum, ef hann færi á mis við þau landsins gæði?
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:04
Það er hætt við því Sigrún.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 23:19
Færðu borgað fyrir þetta bull hjá álverinu á Reyðarfirði?
Viðar Jónsson, 12.5.2008 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.