Glæpsamleg bið

imagesFyrir suma einstaklinga getur bið eftir afplánun verið óbærileg. Ég veit dæmi þess að ungur maður framdi sjálfsmorð eigandi yfir höfði sér tiltölulega stutta afplánun. Ég get auðvitað ekkert fullyrt að maðurinn hafi beinlinis stytt sér aldur vegna biðarinnar en ég veit hins vegar að honum kveið afskaplega mikið fyrir afplánuninni. Hann hafði aldrei setið inni áður og hann vissi ekki hvað beið hans. Ímyndunaraflið getur stundum hlaupið með menn í gönur.

Brotið sem hann framdi var ekki ýkja alvarlegt. Þetta var svona bernskubrek og hann var ódæll eins og stundum er sagt, á aldrinum 17-20 ára. Á þessum tíma var ekki möguleiki á að afplána refsinguna með samfélagsþjónustu.

Fyrir um tuttugu árum síðan var kunningi minn tekinn fyrir ölvun við akstur í Noregi. Hann fékk viku fangelsisdóm og hóf afplánunina að mig minnir viku síðar.

 Það verður að koma þessum fangelsismálum í lag. Ástandið er ómannúðlegt.


mbl.is 140 dæmdir menn á biðlista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband