Hvað er til ráða?

Sameinuðu þjóðirnar munu ekki senda frekari hjálpargögn til Búrma eftir að herforingjastjórnin í landinu gerði öll hjálpargögn sem send hafa verið til landsins upptæk.

Það er reyndar ekki einsdæmi að einræðisstjórnir hagi sér með þessum hætti. Þetta er ekki bara skelfilegt gagnvart fólkinu þarna sem sárlega vantar aðstoð, heldur líka ganvart velvilja almennings í öðrum löndum sem vilja láta eitthvað af hendi rakna til hjálparstarfsins.

Alþjóðasamfélagið verður að grípa til rótækra aðgerða gagnvart þessari ógnarstjórn og koma henni frá með góðu eða illu. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta.


mbl.is SÞ stöðva flutning hjálpargagna til Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Við eigum ekkert með að vera að skipta okkur af svona með peningagjöfum. Var einhver svo einfaldur að halda að  þeir myndu ekki stela öllu saman? Þetta er ein spilltasta stjórn heims. Herforingjaógnarstjórn,sem m.a stundar gríðarlega eiturlyfjaframleiðslu og vopnabrask. Þar fyrir utan er hver einasta króna sem við sendum utan til"hjálparstarfa" stolin króna. Stolin frá þeim sem þurfa hjálp hér heima. Og þeir eru ansi margir. Það er alveg nóg af skammarlegum hlutum sem þarf að laga,hér á fagra Fróni. FRIÐUR

Haraldur Davíðsson, 9.5.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já þetta er einmitt það skelfilega við þetta. Fólk hættir að vilja skipta sér af þessu. Þeir sem þurfa aðstoð á Íslandi eru nú ekki í sömu neyð og þetta blessaða fólk þarna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Sigurjón

Hjartanlega sammála þér Gunnar.  Skil reyndar ekki af hverju ég hef ekki fyrir löngu óskað eftir að gerazt bloggvinur þinn.  Oftar en ekki erum við sammála og jafnframt finnst mér skrif þín oftast áhugaverð.  Bið ég hér og nú um að fylla flokk bloggvina þinna...

Sigurjón, 10.5.2008 kl. 02:00

4 Smámynd: Sigurjón

Bara svo ég rausi aðeins meira um þetta:

Ég fór til Börma (ekki Búrma) fyrir einu og hálfu ári síðan.  Fólkið þar er afskaplega yndislegt heim að sækja, þrátt fyrir hræðilega óstjórn.  Við afi minn og amma fórum með einum innfæddra um höfuðstaðinn, Yangon og nágrenni.  Þetta fólk á einstaklega forn og falleg verðmæti.  Fararstjóri okkar þriggja hafði þrisvar orðið Búddamunkur og átti samt 5 börn með tveimur konum.  Hann bauð okkur síðasta daginn í morgunverð heim til sín.  Vistarverur þær voru afskaplega fátæklegar, en jafnframt hlýlegar.  Eina skrautið sem til staðar var, umvafði Búddalíkneski í horni stofunnar.  Æðruleysi búddismans er þessu fólki hugleikið og er það kannske ástæða þess að herforingjastjórninni tekst svo auðveldlega að halda því í skefjum.

Nú er ég búinn að rausa nóg í bili, en vonandi leiddist lesandanum ekki lesturinn.

Sigurjón, 10.5.2008 kl. 02:15

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei þetta var sko ekki leiðinlegt að lesa. Alltaf gaman að fá svona upplýsingar frá fyrstu hendi. Velkominn í bloggvinahópinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 02:30

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

And they lived happily ever after...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 02:46

7 Smámynd: Sigurjón

Tja, vonandi.

Bou-Giy (eins og maðurinn heitir) átti heima á eftri hæð bastvafningarverkstæðis.  Hann gaf okkur öllum gjafir við brottförina og virtizt það vera allt sem hann átti, svo fátæklegt var heimilið.  Við sátum á gólfinu við lágt og lítið borð.  Engin húsgögn voru í stofunni, utan borðbúnaðar og búddalíkneskis.

Maturinn sem við innbyrtum var í senn einfaldur og góður.  Dæmigerður börmískur réttur samanstendur af hrísgrjónum og stöppu af allskyns suðrænu grænmeti eða kjöti (oftast kjúklingi) með sterkri sósu.  Þeir, eins og aðrir í suð-austur Asíu borða með höndunum.

Jæja, vonandi var þessi smáfyrirlestur fræðandi.  Takk fyrir samþykkinguna Gunnar.  Vonandi eiga okkar samskipti í framtíðinni eftir að verða ánægjuleg.

Sigurjón, 10.5.2008 kl. 03:06

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk sömuleiðis

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 04:06

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Er einhver vakandi?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 04:11

10 identicon

Ekki senda peninga. þeir lenda bara í vösum embættismanna. Kaupum teppi eða fatnað eða lyf fyrir fólkið. það kæmi að góðum notum þarna. eða jafnvel einhver tjöld til að skýla fólkinu fyrir veðrum, meðan uppbygging færi fram.

En bara alls ekki að senda peninga.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 11:37

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það voru ekki peningar sem herforingjastjórnin í Burna gerði upptæka, heldur hjálpargögn. Lyf, matvæli o.þ.h.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 12:30

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú það held ég Valdimar

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.5.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband