Þó Jakob Frímann þvælist milli flokka eftir því hvernig vindurinn blæs og hafi fyrst og fremst verið að markaðssetja sjálfan sig í pólitík, þá efast ég ekki um að hann sé ágætur framkvæmdamaður. Hann á að fá spreita sig á þessu starfi tímabundið og ef borgarstjóri er sannfærður um að hann sé rétti maðurinn í starfið, þá sé ég ekki að auglýsing hefði breytt miklu um ákvörðun hans eða annarra starfsmanna á skrifstofu borgarstjóra.
Fyrrv. meirihluti réð í samskonar starf með sömu launakjörum. Starfið var auglýst enda um framtíðar stöðuveitingu að ræða. Ekki hef ég séð afurðum fyrirrennara Jakobs flaggað mikið, kannski fékk viðkomandi of skamman tíma til að marka spor. Jakob fær ár, sjáum til.
Mér þótti eiginlega sárt að sjá til Ólafs F. í 3. gráðu yfirheyrslu hjá Sigmari í Kastljósinu. Ekki það að Sigmar hafi komið illa fram, heldur að sjá Ólaf þurfa að verja sig nánast með grátstafina í kverkunum. Þarna er greinilega tilfinningamaður á ferð sem er e.t.v. ekki búinn að ná fullri heilsu eftir erfið veikindi. Hann hefur ekkert gert rangt í þessu máli og hælbítar vinstri flokkanna ættu að skammast sín fyrir framkomu sína. En það verður ekki af þeim skafið, að þeir kunna að pota í auma bletti á fólki og notfæra sér það óspart.
Full eining meðal starfsmanna á skrifstofu borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.5.2008 (breytt kl. 11:19) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Þú gætir haft gaman að Steinafærslu hérna. Það er reyndar alltaf gaman að Steinafærslum... http://lehamzdr.blog.is/blog/skrafskjodan/entry/532931/#comments
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 19:10
Flottur pistill hjá Steina. Hef oft séð skemmtileg komment frá honum. Bloggrúnturinn hjá mér er alltaf að stækka og ætli ég bæti honum bara ekki á listann hjá mér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.