Enginn skyldi vanmeta þann iðnað, og áhrif hans, sem nærist á heimsendaspám um hnattræna hlýnun. Hvað ætli séu margir vísindahópar sem eru á fullu við það að rannsaka möguleg áhrif hlýnunarinnar? Hætt er við að fjármagnið hætti að renna til þeirra ef niðurstöðurnar segðu að ekki væri ástæða til að hafa miklar áhyggjur.
Hreinsiefnaiðnaðurinn lifir ágætu lífi á mengunarvánni. Mengun er staðreynd og áþreifanleg, en stundum er verið að selja okkur "lífrænt og vistvænt" .. eitthvað, sem er lítið að virka, en selst samt grimmt. Stundum eru efnin ekki einu sinni vistvæn og lífræn, en hafa samt græna stimpilinn. Hátækniiðnaðurinn á sviði mengunarvarnabúnaðar, mælitækja o.þ.h. er einnig blómlegur. "Better safe then sorry" er ágætt slagorð, en stundum ofnotað, eða a.m.k. notað á röngum forsendum.
Vakningin á sviði mengunar og umhverfismála er af hinu góða, en öfgar á því sviði eru ekki alltaf þeim göfuga málstað til framdráttar.
Ég hef engar áhyggjur af skordýrum í hitabeltinu. Þau spjara sig. Úr því þau geta aðlagað sig eiturefnunum sem við reynum að útrýma þeim með, þá geta þau aðlagað sig lítilsháttar hitabreytingum.
Skordýr í hitabeltislöndum gætu dáið út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | 6.5.2008 (breytt kl. 18:39) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946051
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Heimskunnar bryggja, ljóð frá 19. desember 2018.
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
- ISK orðinn alþjóðlegur gjaldmiðill.
- Mammon á að ráða á RÚV og þau stefna á gróða á næstunni. Mun dagskráin skána? Verð ég fenginn til að spila mína tónlist á RÚV eða Sverrir Stormsker?
- Fjölmiðlar hingað til sofandi en vaknaðir af værum blundi er varðar varnarmál
- -djöflamessur-
- Ekki meir ekki meir.
- Umskiptin í varnarmálum
- Bæn dagsins...
- Öllu má nafn gefa
Athugasemdir
Núna ertu að gefa þér verulega hæpnar forsendur. Það að skordýr geti aðlagast skordýraeitri þýðir ekki að þau geti aðlagast hitabreytingum. Þar að auki ættu þessir menn sem vinna sína vinnu akademískt að hafa eitthvað vit á því sem þeir eru að segja, ekki satt?
Pétur Kristinsson, 6.5.2008 kl. 18:46
Ég hef efasemdir um að skordýralíf í hitabeltinu sé í hættu. Skordýrin aðlagast vegna stökkbreytinga og einnig "Survival of the fittest" systeminu. Skordýr fjölga sér ógnarhratt og náttúran hefur tilhneigingu til að leyta jafnvægis.
En til að fyrirbyggja misskilning, þá hefur "mengunarvarnariðnaðurinn" gert gríðarlegt gagn, ekki spurning. Heimurinn væri sennilega skelfilegur í dag ef ekki væri fyrir hann. Það er hinsvegar ekki allt sem sýnist í þessum efnum, frekar en öðrum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 19:17
Engu að síður hafa skordýr dáið út og nýjar tegundir orðið til. Skordýr deyja út vegna loftslagsbreytinga, eins og aðrar tegundir, og verða fyrir sjúkdómum eins og aðrar tegundir. En rétt er það hjá þér að þessi tegund aðlagast hratt breyttum aðstæðum en það gera spendýr líka og þá aðallega vegna vitsmuna umfram aðrar undirtegundir.
Stóra áhyggjuefni vísindamanna í dag er að býflugur víða um heim fer ört fækkandi og hafa menn enga skýringu á reiðum höndum og þar sem matvælaiðnaðurinn notar þessar flugur til frjóvgunar á hinum og þessum grænmetisplöntum er þetta grafalvarlegt mál. Þarna dugar ekki hinn mikli aðlögunarhæfileiki flugnanna til þess að koma í veg fyrir þetta vandamál.
Pétur Kristinsson, 6.5.2008 kl. 21:38
Og þér að segja að þá eru stökkbreytingar þeim leiðinlega eiginleika gæddar að tegundirnar geta ekki kallað fram stökkbreytingar heldur eru þær háðar tilviljunum og það er tilviljun ein sem ræður því hvort stökkbreyting verði til góðs fyrir tegundina. Aðlögunarhæfni spendýra byggist að mestu á mikilli greind en skordýr eru með tiltölulega lítið toppstykki og geta því ekki notað greind til aðlögunar aðeins eðlisávísun.
Pétur Kristinsson, 6.5.2008 kl. 21:41
Sammála Pétur. Yfirgnæfandi meirihluti stökkbreytinga leiðir til dauða lífverunnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 23:01
Ég held að við séum ekki mikið verri en slæmt tilfelli af lús!! Jörðin "okkar" er ekki í neinu "endanlegu" ástandi nú á tíma okkar Manna.Hún breytist stöðugt og hefur auðveldlega hrist ef sér verri óværu en okkur,þótt sumum þyki það ekki trúlegt.Það einhver hroki falinn í því að við teljum okkur svo stórkostleg að Jörðin , láti í minni pokann!?! Löngu fyrir okkar tíma (Mannsins) var hér blómlegra en nú.Allt það ,eða svona nánast,hvarf.Hugsið ykkur engin álver,ekkert plast bara sisona.Jörðin sér um sig,( og fyrir okkur ef því er að skipta).Friður
Haraldur Davíðsson, 7.5.2008 kl. 01:25
Ég er einn þeirra (og hef verið lengi) sem efast um að hlýnunin sé alfarið af mannavöldum og ég tel að ef á að fara í einhverjar dramatískar aðgerðir til að sporna gegn hlýnuninni, þá muni það hafa alvarlegri áhrif á mannkynið en hlýnunin sjálf.
En þetta þýðir ekki að ég sé á móti því að dregið sé úr mengun eins og hægt er. Ég vil bara ekki setja allt á annan endan í hagkerfum heimsins til þess að ná því markmiði. Þetta kemur með kalda vatninu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.