Stasi, austurþýska keyniþjónustan var alræmd. Sumir segja að töluverður hluti þjóðarinnar hafi tekið þátt í að njósna um náungann fyrir þá. A.m.k var fólk tortryggið gagnvart hvoru öðru og talaði afskaplega varlega á almannafæri, heima hjá sér jafnvel líka.
Ég kom til Austur Þýskalands sumarið 1980, þegar ég fór í interrail-ferðalag með Gunnsteini Olgeirssyni vini mínum. Við tókum ferju frá Trelleborg í Svíþjóð að undangenginni vegabréfsáritun, til Sascnitz. Þegar við komum í land um miðnætti, fórum við í gegnum toll og landamæratékk og fengum að fara óáreittir í gegn eftir vegabréfsskoðun. Einn landamæravörðurinn sá að ég var með rússneska Vodkaflösku í plastpoka og benti á pokann og sagði skælbrosandi, "Ahaaa... Vodka, very good". Sömu móttökur fengu hinir austurþýsku samferðarmenn okkar ekki. Við horfðum á þá hvern af öðrum tekna inn í hliðarherbergi þar sem allt var tekið upp úr töskum þeirra, öll hólf og allar buddur opnaðar. Ég sá þetta með berum augum því þeir voru ekkert að fela þetta fyrir okkur.
Þegar við vorum komnir í gegnum landamæraeftirlitið fórum við til járnbrautastöðvarinnar í bænum. Þetta virtist lítill og friðsæll bær og aðal járnbrautarstöðin var greinilega eldgömul. Erindi okkar til Austur Þýsklands var nú svo sem ekkert annað en að fá stimpil í vegabréfið, við vorum á leið til Hamborgar í Vestur Þýskalandi og skoða þar hið rómaða St. Pauli hverfi og þaðan var ferðinni heitið til Munchen.
Við komuna á járnbrautastöðina var lítið annað að gera fyrir okkur en að taka upp svefnpokana úr bakpokunum og reyna að ná smá kríu á gólfinu, því engin lest var á ferðinni fyrr en upp úr kl. 6 um morguninn. Stöðin var mannlaus og þegar við höfðum búið um okkur, fórum við og kíktum aðeins út og sáum þá að tveir eða þrír vopnaðir hermenn með riffla vöktuðu aðal innganginn. Ég gekk til þeirra og ætlaði að smella einni mynd af þeim en þeir bönnuðu mér það, grafalvarlegir á svip.
Við náðum dálitlum svefni þarna en tókum svo fyrstu lest á leið til vesturs um morguninn. Sú lest var á leið til Rostock og þar spókuðum við okkur í nokkra klukkutíma, fórum á veitingastað og fengum okkur að borða og biðum eftir næstu lest til frelsisins. Allt virtist þarna grámuskulegt og í niðurníðslu og maturinn bar keim af því. Meira að segja fólkið var grátt og guggið að sjá og klæðnaður þess var eins og á fólki frá stríðsárunum. Manni datt helst í hug að yfirhafnir þess væri úr strigapokaefni. Þegar við biðum eftir lestinni til Hamborgar á brautarstöðinni, sáum við strák á aldur við okkur, um tvítugt, sem var í bláum gallabuxum og gallajakka, fyrsti "vestræni" klæðnaðurinn sem við sáum í landinu. Strákurinn var greinilega vinsæll, því hópur stúlkna var í kringum hann og mændu á hann aðdáunaraugum eins og hann var James Dean endurfæddur.
Á leið okkar út úr landinu, á einhverri landamærastöð sem ég man ekki lengur hvað heitir, var allt umhverfi hennar umkringt gaddavírsgirðingum. Við opnuðum lestargluggann og rákum hausinn út. Gussi tók upp myndavélina og smellti mynd þó ekkert væri að sjá nema gaddavírsgirðingarnar. Vitum við þá ekki fyrr en hermaður með riffil á öxlinni kemur askvaðandi að okkur og bendir okkur á að koma með sér út úr lestinni. Við fylgdum honum út, skjálfandi og skíthræddir og inn á skrifstofu þarna á brautarpallinum. Þar tók á móti okkur einhver foringi sem var eins og klipptur út úr stríðsmynd frá tímum nasistastjórnarinnar í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hélt yfir okkur þrumandi ræðu á þýsku, sem við skildum náttúrulega ekki neitt, nema síðustu tvö orðin "....nígt fótógarfí".
Lestin flautaði til brottfarar og við vorum orðnir verulega hræddir um að verða innlyksa í þessu hræðilega landi. Nasistaforingin benti Gussa með handahreyfingu að afhenda myndavélina. Gussi afhendi honum hana skjálfhentur og foringinn hrifsaði hana til sín, opnaði hana, tók filmuna úr vélinni og dró svo 35 mm. filmuna út í dagsljósið og eyðilagði hana. Á filmunni voru margar myndir frá Svíþjóð sem glötuðust. Svo henti hann filmunni í ruslafötu á gólfinu og benti aftur með handahreyfingu hermanninum að fylgja okkur út.
Mikið vorum við Gussi fegnir að komast um borð í lestina aftur og þegar við komumst yfir til Vestur Þýskalands, þá fannst okkur sem við værum að koma úr tímaflakki og lestin var tímavélin. Úff...hvílíkur munur!
Á þessum tíma var ég mikill vinstri sinni og þó ég þættist vita að framkvæmd kommúnismans hefði mistekist í Austur-Evrópu, þá hafði ég alltaf grun um að þær skelfilegu fréttir sem bárust til vesturlanda af ástandinu í þessum kommúnistaríkjum væru bara "Moggalýgi". þessi upplifun fékk mig til að hugsa dæmið upp á nýtt.
En frelsið í okkar veröld er engin paradís, það getur snúsist upp í andhverfu sína eins og þetta myndband hér að neðan sýnir, þó eflaust sé það grín. Með tilkomu tölvutækninnar og internetsins þá eru miklar upplýsingar til um okkur sem hægt er að nálgast með handhægum hætti.
"Big brother" fylgist með okkur.
Brotist inn hjá Stasi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.5.2008 (breytt kl. 23:11) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 945811
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn
- Í framhaldi af því gos-tímabili sem að nú er hafið; að þá er rétt að halda til haga nýjum gögnum um VATNSLEIÐSLUR sem að munu renna í átt að höfuðborgarsvæðinu:
- Boðsmótið hefst 27. nóv
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar valdinum mesta ? !!
- Viðreisn kyndir undir innanlandsófriði
- lygasaga í dulargerfi.
- Sólveig Anna með kjarkinn.
Athugasemdir
Reyndar fékk Gussi myndavélina aftur, bara filmulausa. En við eigum einhverjar pappísmyndir frá A-Þ .
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2008 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.