Vegagerðarkortið

Það eru merkilega margir sem virðast ekki vita um þjónustu Vegagerðarinnar á netinu. Hér er kort af vef þeirra sem sýnir ástand vega á landinu,  veðrið, sýnt hvar vegaframkvæmdir eru í gangi o.fl.

Island1

Allstaðar greiðfært á þjóðvegi 1, nema á Holtavörðuheiði og frá Fljótsheiði til Vopnafjarðarheiðar. Þar eru hálkublettir.

Á forsíðunni: http://www.vegagerdin.is/ er mynd af Íslandi efst hægra megin. Þar er hægt að velja þann landshluta sem skoða á nánar. Flest landsbyggðarfólk þekkir þessa þjónustu vel, en höfuðborgarbúar kannski síður.


mbl.is Hált á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þar sem ég bý á Selfossi þá er þessi síða búin að bjarga mér oft frá því að fara af stað í óráði. Er með þessa síðu á bookmark og í vetur fórum við ekki af stað án þess að líta inn á og sjá færðina ;)

Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sama hjá mér, kíki oft á Austurland áður en ég fer eitthvað á milli bæja á veturna

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband