Synd ef Bolton fellur

Kevin Nolan og El-Hadji Diouf eru báðir í liði Bolton. Ég eins og fleiri íslenskir áhugamenn um ensku knattspyrnuna, höfum séð margan mætan Íslendinginn hjá Bolton Wanderers. Má þar nefna Guðna Bergsson, Eið Smára, Arnar Gunnlaugs og tvo núverandi leikmenn liðsins, þá Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson. Einhverjir fleiri hafa verið hjá klúbbnum en þetta nægir til þess að tendra á örlítilli þjóðerniskennd í mínu eigin brjósti.

Sumir hafa sagst sjá grímu falldraugsins þegar sniðna á andlit Boltonmanna. Ég myndi sjá eftir þeim úr ensku úrvalsdeildinni. Þeir unnu reyndar Hamrana í dag, en lokaspretturinn verður Boltonliðinu erfiður.


mbl.is Botnbaráttan harðnar - Aston Villa skellti Derby, 6:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband