Ágætlega milt var á Reyðarfirði í dag. Fyrsti dagurinn í langan tíma sem ekki var hávetrarlegur. Það liggur þó enn töluverður snjór yfir öllu láglendi.
Rétt áður en ég fór til vinnu kl. 12.30 gekk ég út á garðveröndina og varð litið í vestur þar sem hinar þrjár blokkirnar hér í Melgerðinu á Reyðarfirði bera við himinn.
Við ystu blokkina, "Heldri manna blokkina", en þar eru íbúðir fyrir 55 ára og eldri, sá ég æsilegan flug-eltingarleik. Fálki var að elta snjótittling. Ég hef oft séð fálka steypa sér á eftir rjúpu og meira að segja önd líka, en á eftir snjótittlingi!
Leikurinn var ójafn snjótittlingnum í vil á meðan hann hafði vit á því að flögra á milli hæða á svölum blokkarinnar. En svo virtist fálkanum takast með lagni að þröngva þessum pínulitla spörfugli út á bersvæðið fyrir framan háhýsin. Þá æstust leikar heldur betur og fálkinn tók að steypa sér á vanmáttugan og felmtri sleginn smáfuglinn, trekk í trekk.
Í fyrstu skiptin tókst þeim litla að víkja sér nokkuð fimlega undan árásum fálkans, en svo virtist hann...... þverra úthaldið undra skjótt. Það síðasta sem ég sá til þeirra félaga var að fórnarlambið stefndi tiltölulega beina línu ská niður á milli blokkanna og fálkinn var eins og píla á eftir honum.... Ég held að hann hafi náð honum.
Það að fálki skuli vera að eltast við svona ómerkilega bráð sem gerir lítið meira en að fylla upp í orkutapið við eltingarleikinn, er e.t.v. merki um að rjúpnastofninn hér eystra er í sögulegu lágmarki, þrátt fyrir hefta veiðisókn í stofninn undanfarin ár.
Flokkur: Dægurmál | 11.4.2008 (breytt 12.4.2008 kl. 18:43) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 946009
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Var engin kristnitaka árið 1000?
- ERU ÞETTA ÖLL ÓSKÖPIN SEM INGA SÆLAND FÉKK Í GEGN??????
- Birtir yfir stjórnmálunum
- Sprengiefni í stjórnarsáttmála
- Eyjan sem er ekki til
- Áhugaverður tími framundan
- Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
- Þorgerður nýr utanríkisráðherra og Rússland
- Í tilefni af hinum FJÓRÐA Í AÐVENTU sem að er í dag og fjallar um þann sem að MUN KOMA, að þá óskum við allri heimsbyggðinni GLEIÐILEGRA JÓLA:
- ESB-eitur í nammipoka valkyrja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.