Ég hef lúmskan grun um að einhverjir þeirra sem hafa lifibrauð sitt af því að hanna vírusvarnir í tölvuhugbúnað, sendi út eina og eina skæða óværu sjálfir en eru mjög fljótt tilbúnir með varnir gagnvart þeim. Eins þessi njósnaforrit öll. Þau hægja á tölvum og jafnvel stöðva þær að lokum, líkt og ankeri fyrir skip. Tölvuframleiðendur hika ekki við að setja eitthvað inn á netið sem eykur söluna á tölvum hjá þeim.
Hvernig er maður algjörlega varinn?
Yfir milljón tölvuóværur í umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | 11.4.2008 (breytt 12.4.2008 kl. 05:41) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 946008
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20241222
- Vantraust á eigin þingflokk?
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Snjólag í Reykjavík um jól og áramót frá 1921
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Áfram haukur í utanríkisráðuneytinu
- Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
- Karlar sem brjóstfæða & pólitískar ofsóknir ...
- Pólitískar vendingar með hækkandi sól
- Ný stjórn, skoðum hana:
Athugasemdir
Taka allt úr sambandi og draga fyrir gluggana
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2008 kl. 19:08
Prófaðu linux Stýrikerfi frá ubuntu.com ókeypis ásamt öllum nauðsynlegum forritum
Hér geturðu hvernig það er gert og nokkur sýnishorn af möguleikunum
þetta er mjög notendavænt
Ég nota ubuntu eingöngu er nú engin Tölvukall er alveglaus við vírusa
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 11.4.2008 kl. 20:44
Og notarðu þá ekki einu sinni vírusvarnarforrit? Og er þetta hraðvirkt stýrikerfi?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2008 kl. 21:04
Hvernig er maður algjörlega varinn?
Nota MacOS X.
Ég nota ekki vírusavörn....spái ekki einu sinni í því að vírusar séu til.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:15
En þú gengur líka á vatni
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2008 kl. 23:07
Þetta eru spam-veiturnar núorðið. Ekki klikka á poppöpp, ekki opna viðhengin frá gæjanum sem býðst til að stækka brjóstin á þér - eða önnur líffæri, selja þér víagra og svefnlyf, og ... ekki sörfa netið.
Eða þú getru fengið þér vírusvörn: http://winpooch.free.fr/page/home.php?lang=en&page=home
http://www.clamwin.com/
eða:
http://wipfw.sourceforge.net/
Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2008 kl. 23:27
Ég get fullvissað þig um að þeir sem framleiða veiruvarnir skrifa ekki óværur. Þeir sem skrifa óværurnar eru að koma upp svo kölluðum botnetum sem saman standa af tölvum grunlausra einstaklinga. Þannig geta þeir sent út ruslpóst/spam(fá borgað fyrir það) einnig eru þessi net notuð sem anonymous proxies, til að fela slóð og síðast en ekki síst notuð í að taka niður stór vefsvæði með dos-árásum. Þannig að það eru miklir peningar í húfi. Að halda þessu fram er eins og að segja það að slökkviliðið kveiki í og að lögreglan brjótist inn í íbúðir til að hafa nóg að gera í vinnunni.
Já og Jesús, það er búið að sýna fram á(proof of concept) að óværur geta alveg eins keyrt á mac os x eins og windows. Málið er bara að mac os x er bara ekki nægilega stór markhópur til þess að það myndi borga sig.
Já, það er einnig gaman að minnast á það að ýmsar ráðstafanir voru gerðar þegar windows var hannað til að koma í veg smit en eins og allir vita þá komust óværusmiðir framhjá því frekar auðveldlega. Eina örugga tölvan er sú tölva sem er ónettengd, steypt í gám sem liggur á hafsbotni.
Ragnar (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 23:30
Ég er með Jésú og þar með laus við vírusa. Allavega er tölvan það.
Villi Asgeirsson, 12.4.2008 kl. 05:47
Þetta "proof of concept" drasl sem þú ert að tala um hafa verið trojuhestar sem verða að plata notandann til að gefa upp admin lykilorðið sitt til að geta gert einhvern usla. Svaka "exploit" það. Og þetta hefur yfirleitt komið frá fyrirtækjum sem framleiða vírusavarnir....sem eru mjög skiljanlega uggandi yfir afar lítilli sölu á vírusavörnum fyrir makka. Gef ekkert fyrir þetta.
En fyrir alla muni sláist við vírusana ykkar, góða skemmtun! ;-)
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 15:11
Leyfið vírusunum að koma til mín og hræðið þá ekki.....
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2008 kl. 15:38
Heyrðu þarna tranvestítan á plankanum, í nýlegri hax keppni var Makkinn fyrstur til að falla, svo Vista en þriðji keppandinn, Ubuntu stóð af sér allt.
Makkinn er ekki þetta Guðageim sem Jobs er svo kyrfilega búinn að planta í hausnum á þér. Apple hundsar nefnilega gjarnan tilkynningar um exploit og eru með erfiðari fyrirtækjum í allri umræðu um öryggi. Vélin þín gæti verið uppáhaldsspammari sir-jacks-alot.com án þess að þú nokkurn tíma fattar það. Hefurðu t.d. tékkað vélina þína fyrir root kits nýlega?
Ég á ágætis naglbít að lána þér ef þú vilt komast af plankanum og niður á jörðina.
Magnús (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 17:26
Ég hef skrifað script á mínum macca sem sendir póst, aðalega vinnu og hobby tengt. En fyrst að það er hægt að senda póst, opna ftp, ssh/sftp án þess að vera spurður þá er ósköp lítið mál að skrifa óværu sem myndi keyra á mac os x og dreifa sér. Ég tek það fram að ég er macfag sjálfur, á macca og nota hann mest af þeim vélbúnaði sem ég á. Magnað vinnuumhverfi, mjög svo sveigjanlegt.
Og líka í sambandi við PWN2OWN keppnina sem Magnús er að tala um þá var gallinn reyndar í QuickTime sem var expoitaður.
Ragnar (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 18:12
Linux Ubuntu 7.10 eitt ár ekkert vesen engir vírusar ekkert sem hefur hægt á bara töff.Startar hratt talvan miklu léttari í keyrslu allt sem mig hefur vantað forrit og annað bara snild löngu búin að gefast upp á winduvs eða hvað þetta drasl er kallað hehehe
Hreinsi (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 16:35
Fyrir þá sem eru bara að "sörfa" á netinu, sækja netpóst og nota lítilsháttar ritvinnslu þá tek ég undir undangengin orð um að nota Ubuntu (eða eitthvað annað Linux kerfi). Reyndar er Ubuntu að koma með 8.1 Beta útgáfu, ég ætla mér að prófa hana. Persónulega hef ég keyrt fjöldann allan af titlum af Linux og komist á raun um að þau kerfi eru mjög flott, enda frítt!
Persónulega er ég Windows-kall, hef uppsett í minni tölvu bæði Windows og Linux. Ég hef þó ekki notað vírusvörn í rúm 2 ár, mér fannst þessi forrit pirrandi og þung í keyrslu. Hingað til hef ég ekki lent í veseni með tölvuna mína (nota bene hef notað 64bita kerfi í rúm 2 ár). Ég vona bara að ekkert gerist.... 7, 9, 13.....
Garðar Valur Hallfreðsson, 14.4.2008 kl. 09:50
Takk allir fyrir fróðleg innlegg
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.